Jarðrækt fréttir

Jarðrækt og öflun fóðurs

Sífellt fleiri bændur sjá kosti þess að fá ráðgjöf í gegnum Sprotann - jarðræktarráðgjöf hjá RML. Hvort sem það er aðhald vegna skráninga í Jörð, heimsókn án komugjalds eða að hafa tengilið sem hægt er að ráðfæra sig við þegar spurningar vakna, þá er Sprotinn rétti staðurinn. Í Sprotanum hefur alltaf verið lögð áhersla á sveigjanleika til að mæta hverjum og einum í þeim jarðræktarverkefnum sem hver og einn finnur sig í á hverjum tíma.
Lesa meira

Plöntunæringarefnið kalí, hlutverk, hringrás og þróun þess í uppskeru og í jarðvegi

Nú er tímabil áburðarráðlegginga meira og minna liðinn og finnst þá rúm til þess skoða niðurstöður heyefnagreinina og jarðvegsefnagreininga heildrænt og spá í ýmislegt sem tengist plöntunæringu og nýtingu áburðarefna. Á tímum mjög hás áburðarverðs er eðlilegt að bændur reyni eftir fremsta megni að spara kaup á tilbúnum áburði og endurnýta búfjáráburð og önnur lífræn efni sem falla til á búunum sem allra best.
Lesa meira

Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2023

Nú er kominn sá tími að huga þarf að sáðvörukaupum fyrir vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár og er komið yfirlit yfir það á vefinn. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu þeirra þó þau tilheyri sömu tegundinni. 
Lesa meira

Af jörðu erum við komin - Málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði

Fimmtudaginn 2. mars kl 10-16 verður haldið málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði um jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun. Málþingið verður haldið í Vigdísarhúsi á Sólheimum í Grímsnesi og verður viðburðinum jafnframt streymt á netinu. Fundarstjóri verður Karvel L. Karvelsson.
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Í lok nóvember síðastliðinn voru á vegum RML haldnir fundir þar sem umræðuefnið var áburður og þættir tengdir honum. Voru fundirnir haldnir víða um landið og var fundarsókn ágæt. Rædd voru ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar.
Lesa meira

Bændahópar – Árangursrík aðferð í samtali og samvinnu bænda

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fer af stað með nýja þjónustu í byrjun næsta árs, svokallaða „Bændahópa“. Þetta eru umræðuhópar bænda (e. discussion groups) þar sem þeir miðla þekkingu sinni og reynslu með markvissu samtali og vinnufundum. Ráðunautar leiða samtalið og stýra vinnufundunum, auk þess að deila upplýsingum og þekkingu þegar á vantar.
Lesa meira

Hádegisfundir RML um áburðarmál hefjast 22. nóvember.

Haldnir verða fræðslu- og umræðufundir um áburðarmál víðs vegar um landið á næstu dögum. Á fundunum verður rætt um efnasamsetningu tegunda af tilbúnum áburði, helstu næringarefni í áburði og áhrif þeirra á magn og gæði uppskeru. Rætt um búfjáráburð og þætti sem hafa áhrif á nýtingu hans og aðra lífræna áburðargjafa eða jarðvegsbætandi efni.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald 2022 – Síðasti rafræni skiladagur er 3. október

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 3. október. Eins og áður er hægt að fá aðstoð við skýrsluskil hjá RML. Síminn verður opinn hjá okkur 9-12 og 13-16 mánudaginn 3. október og viðvera á flestum skrifstofum. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð.
Lesa meira

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert vandaverk. Þó gerð hennar sé sannarlega ekki forgangsverk bænda þessa dagana er þó rétt að huga að gagnaöflun og undirbúningi hennar. Skráning á ræktunarsögu, upplýsingum um uppskeru, áburðarnotkun, bæði á tilbúnum áburði og búfjáráburði og fleiri þáttum gefa gagnlegar upplýsingar sem nýtast við áætlanagerðina.
Lesa meira

Betra er að skrá jarðræktarskýrsluhaldið fyrr en seinna

Eins og undanfarin ár þá aðstoða starfsmenn RML bændur við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og lagfæringu á túnkortum í Jörð.is. Svigrúm í tíma fyrir skráningar er þó mun minna þetta árið heldur en vant er. Stjórnvöld hafa gefið það út að greitt verði álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur og að greiðslum verði ráðstafað til bænda sem fyrst. Álagsgreiðslurnar eiga að taka mið af þeim umsóknum sem verða komnar inn 3. október og lítið svigrúm verður þar af leiðandi fyrir RML til að skrá inn gögn sem koma síðustu dagana fyrir umsóknarfrest.
Lesa meira