Hrossarækt fréttir

Uppfærðar leiðbeiningar með heimarétt WF

Leiðbeiningar með heimarétt WF hafa verið uppfærðar og eins og þegar hefur verið kynnt hafa ýmsar breytingar verið gerðar á henni. Sjá nánar: Leiðbeiningar með heimarétt WF Eldri frétt um nýjungar í heimarétt
Lesa meira

Nýjungar í heimarétt WorldFengs

Þátttaka í skýrsluhaldi er algjört lykilatriði fyrir kynbótastarfið í hrossarækt. Í gegnum árin hefur verið reynt að auðvelda ræktendum og hesteigendum að sinna því sem best. Árið 1991 var tekið upp tölvukerfi í hrossarækt sem fékk nafnið Fengur og var bylting á þeim tíma. Tíu árum síðar tók WorldFengur (WF) við og hefur verið í sífelldri þróun síðan.
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur/fyljunarvottorð - gjaldtaka

Minnum á skil á stóðhestaskýrslum og fyljunarvottorðum. Fram til þessa hefur skráning á þessum skýrslum verið mönnum að kostnaðarlausu en nú verður breyting á því. Frá og með næstu áramótum verður gjald tekið fyrir þessar skráningar. Menn eru því hvattir til að skila þessum skýrslum á næstu starfsstöð RML fyrir áramótin. Upplýsingar um starfsstöðvar RML er að finna hér á heimsíðuni undir "starfsemi". Einnig má skanna þessa pappíra inn og senda í tölvupósti.
Lesa meira

Gjaldtaka vegna grunnskráninga

Frá og með næstu áramótum verða gerðar breytingar á gjaldtöku fyrir grunnskráningar á hrossum. Breytingarnar eru gerðar með hliðsjón af reglugerð um einstaklingsmerkingar og með það að markmiði að hvetja hesteigendur til að merkja og skrá folöld í samræmi við gildandi reglur. Ekki verður tekið gjald fyrir grunnskráningu á folöldum folaldsárið eða til 1. mars árið eftir að folald fæðist. Samkvæmt einstaklingsmerkingarreglugerð er skylt að skrá og merkja folöld innan þess tíma.
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Ráðstefna

Minnt er á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár. Afar spennandi dagskrá er í boði og er allt áhugafólk um hrossarækt hvatt til að mæta. Það stefnir í góða mætingu og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig fyrir 1. desember. Skráningin fer fram hér á heimasíðunni, rml.is (sjá: Á döfinni) eða í gegnum tengil neðst hér í auglýsingunni.
Lesa meira

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 18. nóvember næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi. Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans.
Lesa meira

Hrossaræktin 2016 - Ráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 5. nóvember nk. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru áhugaverðir fyrirlestrar um nýjar rannsóknarniðurstöður, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.
Lesa meira

Sextán bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2016

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár.
Lesa meira