Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.
Fundirnir verða haldnir um allt land en þeir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
1. mars miðvikudagur - V-Húnavatnssýsla - Gauksmýri kl. 20:30.
2. mars fimmtudagur - Eyjafjörður - Reiðhöllin á Akureyri kl. 20:00.
3. mars föstudagur - Skagafjörður - Tjarnarbær/reiðhöllin kl. 20:00.
9. mars fimmtudagur - Vesturland – Hvanneyri kl. 20:30.
10. mars föstudagur - Egilsstaðir - Kaffi Egilsstaðir kl. 20:00.
11. mars laugardagur - Höfn í Hornafirði - Fornustekkar kl. 11:30 til 13:00. Folaldasýning í framhaldinu.
15. mars miðvikudagur - Suðurland – Hliðskjálf á Selfossi kl. 20:00.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.
þk/okg