Fréttir

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Nýtt rit LbhÍ: Fóðrun áa á meðgöngu

Við vekjum athygli á að út er komið rit Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 79: Fóðrun áa á meðgöngu. Höfundur ritsins er Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ og sauðfjárbóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit. Ritinu er ætlað að gefa leiðbeiningar um ýmis atriði varðandi fóðrun sauðfjár og er fjallað um nýlegar íslenskar tilraunir með fóðrun áa á meðgöngu og einnig tekin saman almennur fróðleikur um sama efni.
Lesa meira

Kúabændur á Vesturlandi

Námskeið í ,,Beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa“ verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (Salur: Höfði á 3ju hæð) „ miðvikudaginn 5. apríl n.k. - ef næg þátttaka fæst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Á námskeiðinu munu Þorsteinn Ólafsson stöðvardýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti fjalla ítarlega um frjósemi mjólkurkúa, -s.s. beiðslirgreiningu og ýmsa tengda þætti , - og Gunnar Guðmundsson, fóðurráðgjafi hjá RML fjalla um ,,Fóðrun og frjósemi“.
Lesa meira

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,24 kr/l. þann 1. jan. 2017

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% hinn 1. janúar nk. Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur.
Lesa meira

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira

Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi forsenda stuðningsgreiðslna

Skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum á næsta ári, þ.e. bein- og gripagreiðslum, greiðslum út á kjötframleiðslu og fjárfestingastuðningi, er þátttaka í afurðaskýrsluhaldi. Fyrir þá sem nú þegar eru í skýrsluhaldi er um minni háttar breytingar að ræða en þeir sem utan þess standa þurfa að hefja skýrsluhald til þess að njóta stuðnings. Athygli er vakin á því að þeir mjólkurframleiðendur sem ekki eru í skýrsluhaldi og allir framleiðendur nautakjöts (utan þeirra sem eru mjólkurframleiðendur og í skýrsluhaldi nú þegar) þurfa að tilkynna um þátttöku til Matvælastofnunar, Búnaðarstofu fyrir 27. desember n.k. í þjónustugátt MAST.
Lesa meira

Átaksverkefni í sauðfjárrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk nýverið styrk af fagfé sauðfjárræktar vegna átaksverkefnis í sauðfjárrækt. Vinnuheitið verkefnisins er „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Ástæða þess að ráðist er í þetta verkefni er ekki síst mikil lækkun afurðaverðs hjá sauðfjárbændum nú í haust.
Lesa meira

Hrútaskrá 2016-17 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2016-2017 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Sauðfjárrækt -> Kynbætur -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Skil á búfjárskýrslum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skil á búfjárskýrslum á vef sínum www.bustofn.is en þar geta bændur sjálfir skilað upplýsingum um búfjárfjölda og heyforða. Opið verður fyrir skil til 20. nóvember næstkomandi. Hafi bændur ekki tök á að skila sjálfir inn á vefinn stendur til boða að kaupa þá þjónustu af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eins og undanfarin ár.
Lesa meira