Fréttir

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,24 kr/l. þann 1. jan. 2017

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 1,7% hinn 1. janúar nk. Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur.
Lesa meira

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira

Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi forsenda stuðningsgreiðslna

Skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum á næsta ári, þ.e. bein- og gripagreiðslum, greiðslum út á kjötframleiðslu og fjárfestingastuðningi, er þátttaka í afurðaskýrsluhaldi. Fyrir þá sem nú þegar eru í skýrsluhaldi er um minni háttar breytingar að ræða en þeir sem utan þess standa þurfa að hefja skýrsluhald til þess að njóta stuðnings. Athygli er vakin á því að þeir mjólkurframleiðendur sem ekki eru í skýrsluhaldi og allir framleiðendur nautakjöts (utan þeirra sem eru mjólkurframleiðendur og í skýrsluhaldi nú þegar) þurfa að tilkynna um þátttöku til Matvælastofnunar, Búnaðarstofu fyrir 27. desember n.k. í þjónustugátt MAST.
Lesa meira

Átaksverkefni í sauðfjárrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk nýverið styrk af fagfé sauðfjárræktar vegna átaksverkefnis í sauðfjárrækt. Vinnuheitið verkefnisins er „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Ástæða þess að ráðist er í þetta verkefni er ekki síst mikil lækkun afurðaverðs hjá sauðfjárbændum nú í haust.
Lesa meira

Hrútaskrá 2016-17 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2016-2017 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Sauðfjárrækt -> Kynbætur -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Skil á búfjárskýrslum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skil á búfjárskýrslum á vef sínum www.bustofn.is en þar geta bændur sjálfir skilað upplýsingum um búfjárfjölda og heyforða. Opið verður fyrir skil til 20. nóvember næstkomandi. Hafi bændur ekki tök á að skila sjálfir inn á vefinn stendur til boða að kaupa þá þjónustu af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eins og undanfarin ár.
Lesa meira

Jafnvægisverð á kvótamarkaði 205 kr. á lítra

Matvælastofnun barst 114 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2016, sem nú er lokið. Markaðurinn að þessu sinni var sá stærsti frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Þessi markaður er síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur og við tekur innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. samkvæmt nýjum búvörulögum. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun annast innlausn greiðslumarks og skal bjóða til sölu greiðslumark, sem innleyst er, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn.
Lesa meira

Greiðslur fyrir mjólk umfram geiðslumark frá 1. jan. 2017

Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 27. október 2016 að fyrirkomulag á greiðslum fyrir umframmjólk 2017 verði óbreytt frá því sem nú er, en sérstakt innvigtunargjald verði hækkað í 35 kr. á lítra frá 1. janúar 2017 sem svo endurskoðist mánaðarlega. Þetta innvigtunargjald nemur nú 20 kr. á lítra þannig að um 75% hækkun er að ræða á gjaldinu.
Lesa meira

Reiknivél fyrir kúa- og sauðfjárbændur

Breytingar á búvörulögum voru samþykktar 13. september 2016, þar eru ekki gerðar efnislegar breytingar á búvörusamningunum sem samþykktir voru síðastliðið vor, heldur er kveðið skýrt á um að samningurinn skuli endurskoðaður á samningstímanum. Sú endurskoðun hefjist nú þegar og verði lokið eigi síðar en árið 2019. Rétt er að geta þess að enn á eftir að útfæra einstaka liði samninganna, verklagsreglur og/eða reglugerðir.
Lesa meira

Nú þarf að merkja alla nautgripi

Við viljum vekja athygli umráðamanna nautgripa á að reglugerð um merkingar búfjár hefur breytt á þann veg að að 2. málsgrein 6. greinar hefur verið felld brott. Málsgreinin hljóðaði þannig: Kálfar, sem slátrað er innan 20 daga frá fæðingu, skulu fluttir beint frá búinu í sláturhús og auðkenndir þannig að númer móður sé gefið upp við slátrun. Þetta þýðir að merkja verður alla kálfa sem fæðast lifandi í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu hvort sem að þeim er slátrað nýfæddum eða þeir settir á til lífs.
Lesa meira