Fréttir

Jafnvægisverð á greiðslumarki mjólkur 240 kr/l.

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016, sem nú er lokið. Þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.
Lesa meira

Verð á mjólk til bænda hækkar um 1,77 kr/l. þann 1. júlí n.k.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækki um 2,5% þann 1. júlí 2016. Breytingin er einkum til komin vegna hækkunar launa. Hins vegar lækkar undanrennu- og mjólkurduft um 20% til að mæta áhrifum nýs tollasamnings við ESB og lækkun heimsmarkaðsverðs á dufti. Vegin meðaltals hækkun er því 2,1%. Kostnaður við lækkunina skiptist jafnt á milli bænda og mjólkuriðnaðarins.
Lesa meira

Minnislisti fjósbyggjandans

Árið 2011 var lokið við uppgjör rannsóknaverkefnisins „Betri fjós“ en það verkefni leiddi m.a. í ljós að þrátt fyrir að töluverð reynsla hafi skapast hér á landi við hönnun, byggingu eða breytingu fjósa, þá reyndust öll fjós sem heimsótt voru í því rannsóknaverkefni innihalda einhverja galla. Flesta gallana hefði mátt koma í veg fyrir með meiri þekkingu á hönnun og/eða frágangi við byggingu eða breytingu fjósanna. Skýringuna á þessum mistökum má vafalítið heimfæra upp á smæð markaðarins á Íslandi, en harla erfitt og raunar ólíklegt er að hægt sé að fá jafn góða þjónustu við hönnun fjósa og leiðbeiningar við byggingu eða breytingar fjósa hér á landi og kúabændur erlendis geta fengið, enda eru nýbyggingar eða breytingar á fjósum hér á landi ekki taldar nema í fáeinum tugum árlega.
Lesa meira

Heimsóknir í akra: Tíma- og staðsetningar uppfærðar

Dagana 20.-23. júní nk. verður Benny Jensen kartöflu- og kornræktarráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi og heimsækir bú og skoðar kartöflugarða en einnig kornakra á ákveðnum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML. Tíma- og staðsetningar hafa verið uppfærðar hér á síðunni.
Lesa meira

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

RML hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í excel þar sem unnt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa sinna. Búið er að bæta inn útgáfu 3 sem er endurbætt frá útgáfu 2 og býður upp á að verðbólguálag sé sett á opinberar greiðslur.
Lesa meira

Nautaskrá veturinn 2016 komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2016 er komin út og er dreifing á henni til kúabænda þegar hafin. Skráin inniheldur upplýsingar um þau reyndu naut sem eiga sæði í dreifingu og eru þau 16 talsins. Að venju er skrána einnig að finna á vefnum á slóðinni www.nautaskra.net sem pdf-skjal auk þess sem hægt er að fletta henni sem rafbók.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót ef næg þátttaka fæst í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað: Hvanneyri: mánudaginn 15. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2 Akureyri: fimmtudaginn 18. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur þriðj. 16/2 Egilsstaðir: mánudaginn 22. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur fimmt. 18/2 Selfoss: þriðjudaginn 16. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2
Lesa meira

Góður árangur í Kolsholti í Flóa á síðasta ári

Bændurnir í Kolsholti í Flóa hafa náð miklum árangri í afurðum eftir hverja kú á seinasta ári. Í Kolsholti er stundaður kúabúskapur en auk þess er þar rekið verkstæði. Fjósið er lausagöngufjós fyrir 45 kýr byggt árið 1985. Haustið 2014 var mjaltabásinn endurnýjaður, keyptur notaður mjaltabás og honum komið fyrir með tilheyrandi breytingum og aðlögun.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Nú er komið að ársuppgjöri og senn líður að framtalsgerð. Því viljum við kanna hvort eftirspurn sé meðal bænda eftir námskeiðum í notkun á dkBúbót. Verði nægur áhugi munum við auglýsa námskeið.
Lesa meira

Launamiðaútgáfa dkBúbótar komin út

Á vef Bændasamtaka Íslands má sjá frétt varðandi nýja árlega uppfærslu af dkBúbót sem hefur verið send út til notenda. Útgáfan gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.
Lesa meira