Fréttir

ÁRÍÐANDI: Móttöku kýrsýna hætt tímabundið

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýnum, fangsýnum og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir. Þetta er gert í samráði við aðgerðarhóp BÍ til að girða fyrir smitleiðir. Gildir þessi ráðstöfun meðan þetta ástand varir. Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjórum. Þessi ráðstöfun tekur þegar gildi.
Lesa meira

Netfundir hjá RML

Á meðan í gildi eru tilskipanir frá yfirvöldum um takmarkanir á mannamótum þarf að hugsa annað form á samskiptum manna. Á meðan þessum takmörkunum stendur mun RML nota í meira mæli netlausnir í samskiptum og fundarhöldum til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 11. mars 2020. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 517 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 108 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.748,7 árskúa á þessum 517 búum var 6.413 kg eða 6.673 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður

Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði um allt land. Staðsetningar námskeiðanna hafa verið valdar út frá skráningum í gegnum sem bárust hér heimasíðu RML. Ennþá er hægt að skrá sig á námskeiðin. Þau verða haldin á eftirtöldum stöðum milli klukkan 10:00 og 16:30 ef næg þátttaka næst.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Frá og með áramótum eru reikningar RML gefnir út rafrænt nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir að fá reikninga senda með pósti. Verðskrá RML vegna reikninga árið 2020: 150 kr. seðilgjald fyrir rafræna reikninga 550 kr. seðilgjald fyrir sendan reikning
Lesa meira

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2019

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir hafa nú verið greiddir út í þriðja sinn samkvæmt reglugerð sem tók gildi samhliða búvörusamningum árið 2017. Eins og flestir bændur vita þá var tekin upp sú breyting að greiða út styrki fyrir uppskorin tún (landgreiðslur) en ekki bara jarðræktarstyrki á ræktun hvers árs, eins og var fyrir árið 2017. Þá voru einnig teknar upp greiðslur vegna útiræktaðs grænmetis, sem var ekki áður. Jafnframt eru nú gerðar meiri kröfur til skráninga á jarðræktarskýrsluhaldi en áður.
Lesa meira