Fréttir

Nú er rétti tíminn til að gera pörunaráætlun

Nautgriparækt er að því leyti frábrugðin sauðfjárrækt og hrossarækt að ekki er gert ráð fyrir að bændur noti eigin karlkynsgripi til kynbóta heima á búunum, heldur séu þeir valdir sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni. Að baki þessu liggja margvíslegar ástæður sem ekki verða allar tíundaðar hér en í grunninn má segja að hér miði menn að því að ná mestu mögulegu framförum í stofninum í heild sinni. Þrátt fyrir að kynbótanautin séu valin sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni eru ákveðnir möguleikar á að stýra ræktun hverrar hjarðar fyrir sig, t.d. með kynbótaáætlun.
Lesa meira

Lækkun stýrivaxta Seðlabankans - lítil áhrif á vaxtakjör hjá viðskiptabönkunum ?

Í undirbúningi að erindi sem undirritaður hélt á fræðslufundi Félags kúabænda á Suðurlandi og Ráðgjafarmiðstöðvar landabúnaðarins þann 17. nóvember sl. um rekstur og fjármögnun á kúabúum, var meðal annars skoðað hvort áhrif stýrivaxtalækkunar Seðlabankans væru komin fram í vaxtatöflum helstu viðskiptabankanna. Þann 5. nóvember kynnti Seðlabanki Íslands lækkun á stýrivöxtum bankans um 0,25 prósentustig.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu bænda á tjóni af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inni á Bændatorginu undir lið sem heitir Umsóknir. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið er á ábyrgð umhverfisráðuneytisins og mun Umhverfisstofnun leggja mat á tjón og vinna úr niðurstöðunum. Krafa er gerð um að spildur sem tjón hefur orðið á séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, og eru bændur þess vegna hvattir til að gera átak í þeim málum í samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Lesa meira

Viltu framleiða bestu mjólk í heimi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum pakkalausnir í fóðurráðgjöf mjólkurkúa á komandi vetri. Pakkarnir eru tveir með mismiklu umfangi. Stabbi er minni í sniðum en í honum felast fóðuráætlanagerð, heysýnatúlkun, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt sem og ein eftirfylgniheimsókn. Stæða er heldur stærri í sniðum og inniheldur alla þætti Stabba auk gróffóðursýnatöku, mats á holdafari og aðstöðu til fóðrunar, leiðbeininga um fóðurverkun og beitaráætlanagerð ef tími vinnst til. Innifalin í Stabba er vinna ráðunauts í 8 tíma en í Stæðu er reiknað með að ráðunautur vinni 18 tíma fyrir bóndann.
Lesa meira

Hefurðu náð lífeyrisaldri?

Tryggingastofnun sendir þessa dagana út bréf til landsmanna, sem eru eldri en 70 ára en hafa ekki sótt um lífeyri, til að vekja athygli þeirra á mögulegum lífeyrisréttindum. Samkvæmt upplýsingum úr kerfum Tryggingastofnunar hafa um 1500 manns, 70 ára og eldri, ekki sótt um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun þó réttur til greiðslna sé hugsanlega fyrir hendi.
Lesa meira

Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári

Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.
Lesa meira

Til notenda bókhaldsforritsins dkBúbótar

Skattframtal einstaklinga var opnað á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars. Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið.
Lesa meira