Fréttir

Hefurðu náð lífeyrisaldri?

Tryggingastofnun sendir þessa dagana út bréf til landsmanna, sem eru eldri en 70 ára en hafa ekki sótt um lífeyri, til að vekja athygli þeirra á mögulegum lífeyrisréttindum. Samkvæmt upplýsingum úr kerfum Tryggingastofnunar hafa um 1500 manns, 70 ára og eldri, ekki sótt um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun þó réttur til greiðslna sé hugsanlega fyrir hendi.
Lesa meira

Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári

Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.
Lesa meira

Til notenda bókhaldsforritsins dkBúbótar

Skattframtal einstaklinga var opnað á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars. Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið.
Lesa meira