Fréttir

Innlausnarvirði greiðslumarks 2019

Matvælastofnun hefur reiknað út og birt innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur og sauðfjár sem innleysa má til ríkisins samkvæmt ákvæðum í reglugerðum um stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt en samkvæmt þeim ber stofnuninni að auglýsa innlausnarvirði eigi síðar en 1. janúar ár hvert.
Lesa meira

Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.
Lesa meira

Gríptu boltann!

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stóðu í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Á fundunum sem voru fjórir talsins, voru haldin erindi um markmiðasetningu og reynslu af nýsköpun, ásamt því að kynntir voru ýmsir sjóðir sem hægt er að sækja í þegar verið er að koma nýjum verkefnum af stað.
Lesa meira

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

Innvigtunargjald á umframmjólk hækkar þann 1. des.

Auðhumla hefur tikynnt um hækkun á sérstöku innvigtunargjaldi á umframmjólk um 5 kr. á lítra, úr 35 kr. í 40 kr. á hvern innveginn lítra. Þessi hækkun hafði verið boðuð fyrr í haust ef innvigtun héldi áfram í sama takti eins og það er orðað í tilkynningu frá Auðhumlu.
Lesa meira

Fyrirlestrar um gripahús fyrir holdagripi

Dagana 27.-30. nóvember mun RML í samstarfi við Norsk Landbruksrådgivning ferðast um landið og halda fyrirlestra um gripahús fyrir holdagripi. Fundirnir verða stuttir og hnitmiðaðir og eins dreift um landið og mögulegt er.
Lesa meira

Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira