Fréttir

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

Innvigtunargjald á umframmjólk hækkar þann 1. des.

Auðhumla hefur tikynnt um hækkun á sérstöku innvigtunargjaldi á umframmjólk um 5 kr. á lítra, úr 35 kr. í 40 kr. á hvern innveginn lítra. Þessi hækkun hafði verið boðuð fyrr í haust ef innvigtun héldi áfram í sama takti eins og það er orðað í tilkynningu frá Auðhumlu.
Lesa meira

Fyrirlestrar um gripahús fyrir holdagripi

Dagana 27.-30. nóvember mun RML í samstarfi við Norsk Landbruksrådgivning ferðast um landið og halda fyrirlestra um gripahús fyrir holdagripi. Fundirnir verða stuttir og hnitmiðaðir og eins dreift um landið og mögulegt er.
Lesa meira

Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Nýtt rit LbhÍ: Fóðrun áa á meðgöngu

Við vekjum athygli á að út er komið rit Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 79: Fóðrun áa á meðgöngu. Höfundur ritsins er Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ og sauðfjárbóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit. Ritinu er ætlað að gefa leiðbeiningar um ýmis atriði varðandi fóðrun sauðfjár og er fjallað um nýlegar íslenskar tilraunir með fóðrun áa á meðgöngu og einnig tekin saman almennur fróðleikur um sama efni.
Lesa meira

Kúabændur á Vesturlandi

Námskeið í ,,Beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa“ verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (Salur: Höfði á 3ju hæð) „ miðvikudaginn 5. apríl n.k. - ef næg þátttaka fæst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Á námskeiðinu munu Þorsteinn Ólafsson stöðvardýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti fjalla ítarlega um frjósemi mjólkurkúa, -s.s. beiðslirgreiningu og ýmsa tengda þætti , - og Gunnar Guðmundsson, fóðurráðgjafi hjá RML fjalla um ,,Fóðrun og frjósemi“.
Lesa meira