EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.

Skrokkar af öllum nautgripum eldri en þriggja mánaða verða metnir á sama hátt samkvæmt EUROP- matinu, óháð aldri og kyni. Mat á ungkálfum (UK) að þriggja mánaða aldri verður óbreytt.

Í samningi um stuðning við nautgriparækt var gert ráð fyrir því að nýtt kjötmat tæki gildi þann 1. janúar s.l. og sláturálag yrði greitt eftir því. Vegna seinkunar á upptöku EUROP-matsins var tillaga LK um að nautgripaskrokkar sem framleiddir voru frá og með 1. janúar 2017 og til gildistökudags EUROP matsins, njóti sláturálags skv. ákvæðum 20. gr. reglugerðar nr. 1150/2016, samþykkt í framkvæmdanefnd búvörusamninga. Um er að gripi eða skrokka sem uppfylli eftirtalin skilyrði;

a) Nautgripakjöt falli í gæðaflokkana UNI úrval eða UNI fituflokka A, B og C.
b) Lágmarksþyngd grips sé 250 kg,
c) gripur sé yngri en 30 mánaða.

Sjá nánar:
Fræðsluefni um EUROP-nautakjötsmat 
Reglugerð nr. 500/2017 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða

/gj