Fréttir

Munið kvöldfundinn 12. febrúar á Kirkjubæjarklaustri, um ársuppgjör og framtalsgerð í dk-búbót

Fimmtudaginn 12. febrúar og föstudaginn 13. febrúar verða námskeið í dk-búbót á Icelandair hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Ágætis þátttaka er á námskeiðunum. Þá verður haldinn stuttur kvöldfundur á sama stað, fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.00 þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa.
Lesa meira

Ráðgjöf á sviði rekstrar og áætlanagerðar - Akureyri

Mikill áhugi hefur verið fyrir ráðgjöf tengdri rekstri í landbúnaði. Fimmtudaginn 12. febrúar verður Runólfur Sigursveinsson fagstjóri rekstrar og nýsköpunar hjá RML á skrifstofunni hjá Búgarði að Óseyri 2 á Akureyri. Þeir sem óska eftir ráðgjöf á ofangreindu sviði á svæðinu eru hvattir til að hafa samband.
Lesa meira

Búseta í sveit

Búseta í sveit heitir verkefni sem hefur verið unnið hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins undanfarið ár. Verkefnið er í umsjá Guðnýjar Harðardóttur og var unnið með styrkveitingu frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Vegna ályktunar frá Búnaðarþingi 2013 sem var í þá veru að efla skyldi ráðgjöf varðandi ábúendaskipti á bújörðum var ráðist í þetta verkefni. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búrekstrar.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Fyrirhugað er að halda námskeið í bókhaldskerfinu dkBúbót á næstu vikum fáist næg þátttaka. Áður en staðsetning og fyrirkomulag er ákveðið viljum við kanna áhuga notenda, hvaða staðsetningar henti best og hvers konar fyrirkomulag henti. Áhugasamir eru því beðnir um að svara könnun sem er hér á heimasíðunni fyrir 26. janúar næstkomandi.
Lesa meira

dkBúbót - ný lög um virðisaukaskatt

Þann 1. janúar n.k taka gildi breytingar á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Vegna þessara breytinga þarf að uppfæra bókhaldskerfi, m.a. dkBúbót. Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu Bændasamtaka Íslands www.bondi.is er nú unnið að uppfærslu á forritinu vegna þessara breytinga. Bændasamtök Íslands eru söluaðili kerfisins en ráðunautar RML veita viðskiptavinum ráðgjöf og aðstoð. Nánari upplýsingar verða birta á heimasíðu BÍ um leið og uppfærsla verður tilbúin.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur 2015 verður 140 milljónir lítra

Í nýútkominni reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2015 er kveðið á um meiri aukningu á greiðslumarki en dæmi eru um áður. Greiðslumarkið eykst um 15 milljónir lítra eða 12% milli ára, úr 125 milljónum lítra á því ári sem senn er á enda í 140 milljónir lítra árið 2015. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.591,8 milljónir kr., samanborið við 5.466 milljónir á þessu ári. Að raungildi er hún óbreytt milli ára. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur lækka í 39,94 kr. á lítra úr 43,73 kr á lítra.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að gera pörunaráætlun

Nautgriparækt er að því leyti frábrugðin sauðfjárrækt og hrossarækt að ekki er gert ráð fyrir að bændur noti eigin karlkynsgripi til kynbóta heima á búunum, heldur séu þeir valdir sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni. Að baki þessu liggja margvíslegar ástæður sem ekki verða allar tíundaðar hér en í grunninn má segja að hér miði menn að því að ná mestu mögulegu framförum í stofninum í heild sinni. Þrátt fyrir að kynbótanautin séu valin sameiginlega fyrir stofninn í heild sinni eru ákveðnir möguleikar á að stýra ræktun hverrar hjarðar fyrir sig, t.d. með kynbótaáætlun.
Lesa meira

Lækkun stýrivaxta Seðlabankans - lítil áhrif á vaxtakjör hjá viðskiptabönkunum ?

Í undirbúningi að erindi sem undirritaður hélt á fræðslufundi Félags kúabænda á Suðurlandi og Ráðgjafarmiðstöðvar landabúnaðarins þann 17. nóvember sl. um rekstur og fjármögnun á kúabúum, var meðal annars skoðað hvort áhrif stýrivaxtalækkunar Seðlabankans væru komin fram í vaxtatöflum helstu viðskiptabankanna. Þann 5. nóvember kynnti Seðlabanki Íslands lækkun á stýrivöxtum bankans um 0,25 prósentustig.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu bænda á tjóni af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inni á Bændatorginu undir lið sem heitir Umsóknir. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið er á ábyrgð umhverfisráðuneytisins og mun Umhverfisstofnun leggja mat á tjón og vinna úr niðurstöðunum. Krafa er gerð um að spildur sem tjón hefur orðið á séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, og eru bændur þess vegna hvattir til að gera átak í þeim málum í samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Lesa meira

Viltu framleiða bestu mjólk í heimi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum pakkalausnir í fóðurráðgjöf mjólkurkúa á komandi vetri. Pakkarnir eru tveir með mismiklu umfangi. Stabbi er minni í sniðum en í honum felast fóðuráætlanagerð, heysýnatúlkun, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt sem og ein eftirfylgniheimsókn. Stæða er heldur stærri í sniðum og inniheldur alla þætti Stabba auk gróffóðursýnatöku, mats á holdafari og aðstöðu til fóðrunar, leiðbeininga um fóðurverkun og beitaráætlanagerð ef tími vinnst til. Innifalin í Stabba er vinna ráðunauts í 8 tíma en í Stæðu er reiknað með að ráðunautur vinni 18 tíma fyrir bóndann.
Lesa meira