Fréttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir komin til starfa

Guðfinna Lára Hávarðardóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun einkum starfa við fóðrunarráðgjöf og hafa starfsaðstöðu á Selfossi. Guðfinna kemur í stað Hrafnhildar Baldursdóttur sem komin er í fæðingarorlof. Best er að hafa samband við Guðfinnu til að byrja með í gegnum netfangið hennar glh@rml.is.
Lesa meira

Fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði

Einn af þeim ráðgjafarpökkum sem sauðfjárbændum stendur til boða inniheldur ráðgjöf varðandi fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði. Markmiðið með honum er að veita ráðgjöf um breytingar á aðstöðu eða við hönnun nýbygginga fyrir sauðfé. Umsjón með þessu verkefni hefur ráðunauturinn, bóndinn og húsasmiðurinn Sigurður Þór Guðmundsson.
Lesa meira

Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna

Bændasamtök Íslands hafa auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Sérstakar reglur gilda um styrkina og eru þær aðgengilegar á vefnum bondi.is. Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bændasamtaka Íslands í síma 563 0300.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf garðyrkjuráðunautar

Garðyrkjuráðunautur veitir alhliða og markvissa ráðgjöf í garðyrkju og ylrækt með það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessarar mikilvægu greinar landbúnaðarins.
Lesa meira

Laus störf hjá RML

Lausar eru til umsóknar tvær 70% stöður hjá RML. Um er að ræða afleysingar í eitt ár, frá 1. apríl 2014. Önnur staðan er á Suðurlandi með starfsstöð á Selfossi en hin á Norðurlandi með starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarf

Þriðjudaginn 4. febrúar var undirritað samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði.
Lesa meira

Starfsmenn RML virkir í veffræðslu LK

Veffræðsla Landssambands kúabænda hefur nú verið í gangi frá því í október 2012. Veffræðslan snýst um að koma fræðsluefni út til bænda með nýstárlegum hætti, á fyrirlestraformi heim til hvers og eins. Miðað er við stutta og hnitmiðaða fyrirlestra sem eingöngu eru aðgengilegir á vefnum, þ.e. notendurnir spila fyrirlestrana í tölvum sínum líkt og “myndbönd”.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Nú um síðustu áramót lét Ingvar Björnsson ráðunautur af störfum hjá RML. Ingvar hóf störf sem ráðunautur hjá Búgarði ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi árið 2003 þar sem hans helstu verkefni vörðuðu ráðgjöf í jarðrækt og búrekstri. Ingvar starfaði á árinu 2013 hjá RML en síðla á því ári fluttist hann, ásamt fjölskyldu sinni, búferlum að Hólabaki í Húnavatnssýslu þar sem hann stundar nú búskap og sinnir fleiri verkefnum.
Lesa meira

Dagatal RML

Í lok síðasta árs var sent út dagatal frá RML. Það var unnið af starfsfólki RML en prentsmiðjan Pixel sá um prentunina. Viðbrögðin við dagatalinu hafa verið mjög góð. Við viljum koma því á framfæri að ef einhver óskar eftir eintaki er sjálfsagt að verða við slíkum beiðnum á meðan birgðir endast. Hafið samband í gegnum tölvupóst á netfangið rml@rml.is eða hringið í síma 516-5000 ef óskað er eftir eintaki.
Lesa meira

Guðný Harðardóttir komin til starfa

Guðný Harðardóttir ráðunautur RML hefur nú hafið störf eftir fæðingarorlof. Guðný verður með starfsstöð á Egilsstöðum og verður hún í 70% starfshlutfalli. Guðný mun starfa í faghópi ráðunauta og sinna almennum ráðunautastörfum. Viðvera Guðnýjar á skrifstofunni verður alla virka daga frá klukkan 09.00 – 14.00.
Lesa meira