Breytingar á starfsmannahaldi RML

Harpa, Snorri, Sigtryggur
Harpa, Snorri, Sigtryggur

Undanfarið hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf hjá RML. Í október hóf Harpa Birgisdóttir störf sem almennur ráðunautur. Starfsstöð Hörpu er á Blönduósi og hægt er að ná í hana í síma 516 5048 eða í gegnum netfangið harpa@rml.is.

Nú um áramótin hófu tveir nýir starfsmenn störf. Sigtryggur Veigar Herbertsson mun starfa sem bútækniráðunautur og er starfsstöð hans á Akureyri. Síminn hjá Sigtryggi er 516 5065 eða 858 0856 og netfangið er sigtryggur@rml.is.

Snorri Þorsteinsson mun starfa sem jarðræktarráðunautur og er starfsstöð hans á Hvanneyri. Síminn hjá Snorra er 516 5035 og netfang hans er snorri@rml.is.

/okg