Rekstrargreining garðyrkju
25.03.2025
|
Út er komin skýrslan „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2023“ þar sem koma fram helstu niðurstöður úr verkefni í afkomugreiningu garðyrkjunnar. Verkefnið sem þessi skýrsla byggir á er framhald verkefna sem unnin hafa verið af RML á síðustu þremur árum þar sem leitast var við að varpa ljósi á rekstrarafkomu í garðyrkju á Íslandi á árunum 2019-2022. Nú er bætt við einu ári og unnið með árin 2019-2023. Aflað var upplýsinga frá einstökum framleiðendum garðyrkjuafurða með það að markmiði að átta sig betur á rekstri helstu framleiðslugreina íslenskrar garðyrkju.
Lesa meira