Fréttir

Starf rekstrarráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsfólki í rekstrarráðgjöf. Um er að ræða fjölbreytt starfssvið í ráðgjafarteymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði.
Lesa meira

Vantar þig aðstoð við hönnunarráðgjöf tengda fjárfestingastuðningi í nautgripa- eða sauðfjárrækt?

Minnt er á að huga snemma að aðstoð með hönnunarráðgjöf og aðbúnaðarteikningar varðandi endurbyggingu/breytingum eða nýbyggingum tengda fjárfestingastuðningi. Til að tryggja að nægur tími verði til að sinna öllum þeim sem óska eftir aðstoð RML, er ráðlagt að hafa samband í tíma. Ýtarlega var farið yfir ferli aðstoðar í fréttatilkynningu frá því í ágúst 2023 og má finna í tengil hér neðar.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

Rekstrargreining garðyrkju

Út er komin frá RML skýrslan „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2022“ Þar sem koma fram helstu niðurstöður úr verkefni í afkomugreiningu garðyrkjunnar. Verkefnið sem þessi skýrsla byggir á er framhald verkefnis sem unnið var af RML á síðasta ári þar sem leitast var við að varpa ljósi á rekstrarafkomu í garðyrkju á Íslandi og þróun hennar á árunum 2019-2021. Nú er bætt við einu ári og unnið með árin 2019-2022. Aflað var upplýsinga frá einstökum framleiðendum garðyrkjuafurða með það að markmiði að átta sig betur á rekstri helstu framleiðslugreina íslenskrar garðyrkju. Áfram var unnið með upplýsingar frá þátttakendum frá fyrra ári ásamt því að auglýst var eftir fleiri þátttakendum.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur í Bændahópa er 15. janúar

RML bauð upp á bændahópa að finnskri fyrirmynd í fyrsta skiptið árið 2023 og nú er möguleiki að taka þátt í nýjum hópum 2024. Fjallað var um bændahópana í síðasta Bændablaði og m.a. reynslu bænda sem voru í fyrstu hópunum. Nú geta fleiri tekið þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi með öðrum bændum þar sem bændur miðla þekkingu sín á milli og ná árangri saman, með ráðunautum RML.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum október

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við lok október, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram undir hádegi þann 13. nóvember. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 461 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.759,5 árskúa á búunum 461 reiknaðist 6.420 kg. eða 6.505 kg. OLM
Lesa meira

Rekstrarráðgjöf í landbúnaði og rekstrarverkefni búgreina – Samstarf bænda og RML

Í þessari grein er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir hvernig unnið er að almennri rekstrarráðgjöf í landbúnaði fyrir bændur af hálfu RML og einnig hvernig rekstrarupplýsingar úr einstökum búgreinum nýtast, bæði einstökum bændum í starfi, og eins fyrir viðkomandi búgrein í heild til að sjá betur hver þróunin er á hverjum tíma. Fyrir síðustu aldamót fór af stað vinna við sérhæfða rekstrarráðgjöf í landbúnaði á vegum einstakra búnaðarsambanda. Með þátttöku í þessum verkefnum fengu þátttakendur niðurstöður settar þannig fram að þeir gátu séð hvernig þeir stóðu sig í einstökum rekstrarþáttum á hverjum tíma í samanburði við aðra.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur - teikningar á aðbúnaði, kostnaðaráætlun og aðstoð við umsókn

Samkvæmt reglugerð um stuðning í nautgriparækt (348/2022) og í sauðfjárrækt (144/2022) eru greidd framlög vegna framkvæmda þar sem markmiðið er að stuðla að bættum aðbúnaði gripa, hagkvæmari búskaparháttum og aukinni umhverfisvernd. Umsóknafrestur vegna þessa stuðnings er 15. mars ár hvert fyrir sauðfjárræktina en 31. mars fyrir nautgriparæktina. Framkvæmdir eldri en 12 mánaða eru ekki gjaldgengar. Hægt er að sækja um styrk samfellt í þrjú ár vegna sömu framkvæmdar eða þar til hámarksstuðningi er náð.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Skýrsluhaldsforrit - dreifing árgjalda

RML hefur gert breytingar á fyrirkomulagi innheimtu árgjalda fyrir skýrsluhaldsforritin, nú er mögulegt fyrir áskrifendur að óska eftir því að skipta árgjaldi vegna forrita niður á mánuði í stað þess að árgjald sé greitt einu sinni á ári. Þessi breyting á við um skýrsluhaldsforritin Huppu, Heiðrúnu, Jörð og Fjárvís.
Lesa meira