Fréttir

Fyrstu niðurstöður úr rekstri kúabúa 2022

Nú liggur fyrir bráðabirgðauppgjör 70 kúabúa sem eru þátttakendur í verkefninu um Rekstur kúabúa og hafa verið með í verkefninu frá upphafi. Þessi bú lögðu inn tæplega 25,5 milljónir lítra árið 2022 sem endurspeglar 17,2% af landsframleiðslu ársins. Á þessum búum hefur kvótaeign aukist hlutfallslega meira en innlegg ársins en umfang kjötframleiðslu er svipað á milli ára.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021 - Netfundur

Þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fjarfund til kynningar á skýrslu um rekstur kúabúa 2019-2021. Fundurinn verður haldinn klukkan 13.30 og verður á Teams. Fundurinn er opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa til að mæta.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2019-2021. Í apríl mun verða haldinn kynningarfundur á netinu um niðurstöður verkefnisins. Tímasetning á þeim fundi verður auglýst síðar - sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2023, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Þeir sem vilja nýta sér aðstoð RML við umsóknirnar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst, enda tíminn fljótur að líða og lokadagsetningar mættar á svæðið áður en hendi er veifað!
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið!

Uppfærslu vorbókarinnar í Fjárvískerfinu er ekki að fullu lokið og því verður enn einhver bið á því að vorbækur verði prentaðar og sendar bændum. Hins vegar mun því verða lokið tímanlega fyrir sauðburð. Ef þið teljið ykkur ekki hafa tíma til að bíða og viljið fá vorbók fljótt, þá er hægt að hafa samband við Sigurð Kristjánsson í tölvupósti á netfangið sk@rml.is eða í síma 516 5043 og panta vorbók.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2022

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu og byrjum við yfirferðina í mjólkurframleiðslunni. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.
Lesa meira

Rekstrarverkefni kúabúa

Um þessar mundir eru þátttakendur í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019-2021“ að fá niðurstöður úr greiningu á búrekstri sínum fyrir umrædd ár. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og eru nú 154 kúabú í verkefninu. Heildarmjólkurframleiðsla þessara búa var 38,4% af landsframleiðslu ársins 2021. Verkefnið hefur þróast talsvert frá því að það hófst árið 2020 en þá voru 90 kúabú sem tóku þátt.
Lesa meira

"Fundið fé"

Skýrsla um niðurstöður verkefnis um fjölbreyttri framleiðsluaðferðir í sauðfjárrækt. Nýlega lauk verkefni sem RML hefur unnið að um möguleika til skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og þar með bættri nýtingu aðfanga. Settar voru upp þrjár mismunandi sviðsmyndir út frá þeirri tiltæku þekkingu sem til staðar er um lífeðlisfræðilega þætti íslenska fjárkynsins. Sviðsmyndirnar voru síðan greindar út frá ytra og innra umhverfi greinarinnar. Að lokum var gerð hagkvæmnigreining út frá þeim upplýsingum sem aflað var.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 477 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.424,2 árskúa á búunum 477 var 6.327 kg. eða 6.416 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 477 búum var 51,2.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum ágúst

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.884,1 árskýr á búunum 468 reyndist 6.308 kg. eða 6.236 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira