Fréttir

Rekstrarverkefni kúabúa

Um þessar mundir eru þátttakendur í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019-2021“ að fá niðurstöður úr greiningu á búrekstri sínum fyrir umrædd ár. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og eru nú 154 kúabú í verkefninu. Heildarmjólkurframleiðsla þessara búa var 38,4% af landsframleiðslu ársins 2021. Verkefnið hefur þróast talsvert frá því að það hófst árið 2020 en þá voru 90 kúabú sem tóku þátt.
Lesa meira

"Fundið fé"

Skýrsla um niðurstöður verkefnis um fjölbreyttri framleiðsluaðferðir í sauðfjárrækt. Nýlega lauk verkefni sem RML hefur unnið að um möguleika til skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og þar með bættri nýtingu aðfanga. Settar voru upp þrjár mismunandi sviðsmyndir út frá þeirri tiltæku þekkingu sem til staðar er um lífeðlisfræðilega þætti íslenska fjárkynsins. Sviðsmyndirnar voru síðan greindar út frá ytra og innra umhverfi greinarinnar. Að lokum var gerð hagkvæmnigreining út frá þeim upplýsingum sem aflað var.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 477 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.424,2 árskúa á búunum 477 var 6.327 kg. eða 6.416 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 477 búum var 51,2.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum ágúst

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.884,1 árskýr á búunum 468 reyndist 6.308 kg. eða 6.236 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Verð á arfgerðargreiningum nautkálfa

Einhverjir hafa tekið eða hafa hug á að taka DNA-sýni úr nautkálfum með það í huga að velja naut til notkunar heima á viðkomandi búi eða búum. Arfgerðargreiningar á nautum, öðrum en þeim sem verið að skoða til töku á nautastöð, eru ekki kostaðar af sameiginlegum fjármunum verkefnisins um erfðamengisúrval og verða því innheimtar sérstaklega.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2021

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2021 en hún byggir á gögnum frá 25 búum í nautaeldi.
Lesa meira

Breytt verklag við förgun mjólkurkúa

Eftirfylgni með reglum varðandi mjólkandi kýr sem koma til slátrunar hefur verið hert til þess að stuðla að aukinni velferð. Sláturleyfishafar hafa því breytt hjá sér verklagi varðandi flutninga á þann hátt að mjólkurkýr verða sóttar eins seint og hægt er að deginum og samdægurs þegar og þar sem því verður við komið. Einnig munu mjólkurkýr verða teknar fyrst að morgni til slátrunar í stað ungneyta. Þessar ráðstafnir snerta bændur í einhverjum tilvikum og er óskað eftir því við bændur að virkja eftirfarandi verklag:
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. júní. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.370,7 árskúa á búunum 484 reyndist 6.322 kg eða 6.383 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 50,4.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 11. maí. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 475 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.941,7 árskúa á búunum 475 reiknaðist 6.349 kg eða 6.337 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira