Hollenskur paprikuráðunautur í heimsókn
11.03.2014
Í fyrstu viku mars (4.-7.) kom hollenski paprikuráðunauturinn Chris Verberne í sína fyrstu heimsókn af fjórum hingað til lands þetta árið. Hann hefur verið íslenskum paprikuræktendum innan handar til fjölda ára. Garðyrkjuráðunautar RML fóru með honum í heimsóknir í Borgarfjörðinn, á Suðurland og norður í land. Almennt séð litu plöntur vel út hjá bændum og voru nánast allir búnir að planta út í húsin hjá sér.
Lesa meira