Garðyrkja fréttir

Kartöflu- og kornskoðun með Benny Jensen

Dagana 17. – 19. júní var kartöflu- og kornráðunauturinn Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku við störf hér á landi ásamt Magnúsi Ágústssyni frá RML. Þeir fóru víða um kartöflugarða og meðal annars í Eyjafjörð þar sem ráðunautarnir Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Borgar Páll Bragason bættust í hópinn.
Lesa meira

Hollenskur paprikuráðunautur í heimsókn

Í fyrstu viku mars (4.-7.) kom hollenski paprikuráðunauturinn Chris Verberne í sína fyrstu heimsókn af fjórum hingað til lands þetta árið. Hann hefur verið íslenskum paprikuræktendum innan handar til fjölda ára. Garðyrkjuráðunautar RML fóru með honum í heimsóknir í Borgarfjörðinn, á Suðurland og norður í land. Almennt séð litu plöntur vel út hjá bændum og voru nánast allir búnir að planta út í húsin hjá sér.
Lesa meira