Umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Bændur eru hvattir til að ganga frá skráningum í Jörð.is sem fyrst til að geta sótt um jarðræktarstyrki í garðyrkju. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Starfsfólk RML aðstoðar bændur við skráningar og að teikna upp garðlönd ef þurfa þykir. Eins og undanfarin ár þá þarf fyrst að ganga frá skráningum og skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is áður en hægt er að sækja um styrkinn í Afurd.is.

Sjá nánar: 
Frétt á vef matvælaráðuneytisins

/okg