Garðyrkja fréttir

Jarðræktarstyrkir í garðyrkju og álagsgreiðsla

Bændur eru hvattir til að ganga frá skráningum í Jörð.is sem fyrst til að geta notið jarðræktarstyrkja í garðyrkju ásamt sérstakri álagsgreiðslu. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Starfsfólk RML aðstoðar bændur við skráningar og að teikna upp garðlönd ef þurfa þykir.
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Áhugavert málþing að baki

Í gær stóðu RML og VOR fyrir málþingi um lífræna ræktun á Selfossi. Richard de Visser ráðunautur hjá HortiAdvice í Danmörku hélt þar erindi annars vegar um helstu þætti sem huga þarf að í lífrænni ræktun auk þess sem hann fjallaði um þróun lífrænnar ræktunar í Danmörku. Þau Eiríkur Loftsson og Þórey Gylfadóttir, ráðunautar RML, fjölluðu svo um mikilvægi búfjáráburðar og belgjurta.
Lesa meira

Málþing um lífræna ræktun í framkvæmd

RML og Vor-verndun og ræktun standa fyrir málþingi um lífræna ræktun með áherslu á matjurtir fimmtudaginn 21. október kl. 10:00 til 16:00 á Hótel Sefossi. Richard de Visser ráðunautur hjá HortiAdvice segir frá lífrænni ræktun og þróun hennar í Danmörku. Þórey Gylfadóttir RML segir frá nýtingu belgjurta og Eiríkur Loftsson RML fjallar um nýtingu og virði húsdýraáburðar.
Lesa meira

Umsóknarfrestur er 15. ágúst vegna jarðræktarsstyrkja í garðyrkju

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru skil á skýrsluhaldi í Jörð.is sem byggir á hnitsettu túnkorti af þeim ræktunarspildum sem sótt er um styrk fyrir. Lögð er áhersla á skráningu ræktunar, áburðargjafar, varnarefnanotkunar ofl. í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Lesa meira

Aðlögun að lífrænum framleiðsluþáttum - fyrirlestur

Fyrirlestur Helga Jóhannesssonar um aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum er nú aðgengilegur á Youtube. Fyrirlesturinn er unninn fyrir Samband garðyrkjubænda og er ætlaður garðyrkjubændum og öðrum áhugasömum um ræktun grænmetis.
Lesa meira

Skráning á ræktun í gróðurhúsum

Nýverið bættist við möguleiki í Jörð.is fyrir skráningu á ræktun í gróðurhúsum. Þessi valmöguleiki kemur aðeins upp í viðmóti hjá þeim sem eru með skráð gróðurhús í fasteignaskrá. Skýrsluhaldið snýr að skráningum á ræktun, uppskeru, áburðargjöf og notkun varnarefna. Upplýsingarnar eru síðan dregnar saman í skýrslu sem gefur upplýsingar um flatarmál ræktunar á einstökum tegundum ásamt upplýsingum um uppskorið og selt magn. Til að njóta beingreiðslna A og B samkvæmt reglugerð um stuðning við garðyrkju nr 1273/2020 þarf að uppfylla skilyrði um fullnægjandi skýrsluhald í Jörð.is.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Í frétt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis kemur fram að búið sé að opna fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktaðs grænmetis á yfirstandandi ári á Afurð.is. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 26. október n.k.
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2019

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir hafa nú verið greiddir út í þriðja sinn samkvæmt reglugerð sem tók gildi samhliða búvörusamningum árið 2017. Eins og flestir bændur vita þá var tekin upp sú breyting að greiða út styrki fyrir uppskorin tún (landgreiðslur) en ekki bara jarðræktarstyrki á ræktun hvers árs, eins og var fyrir árið 2017. Þá voru einnig teknar upp greiðslur vegna útiræktaðs grænmetis, sem var ekki áður. Jafnframt eru nú gerðar meiri kröfur til skráninga á jarðræktarskýrsluhaldi en áður.
Lesa meira