Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan.
Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Bændur eru hvattir til að skrá inn þau tjón sem þeir urðu fyrir. Fyrir liggur að í sumum tilvikum verður tjónið ekki endanlega ljóst fyrr en lengra líður á haustið. Gert er ráð fyrir að skráning verði opin a.m.k. til 1. nóvember nk. Vakin er athygli á því að hægt er að breyta skráningum eftir á og bæta við gögnum ef þörf krefur.
Vinnuhópur fulltrúa Matvælaráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mun fara yfir þær skráningar sem berast og gera tillögur um framhaldið.
Rétt er að geta þess að umsóknir um styrki vegna kaltjóna eru á öðrum stað á Bændatorginu.
Ef vantar nánari upplýsingar og aðstoð við skráningar eru bændur hvattir til að hafa samband við starfsfólk RML.
/okg