Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Minnum á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá neitt sem tilheyrir árinu 2019 inni í heimaréttinni. Ef til vill hafa einhverjir gleymt að gera grein fyrir fyljanaskráningu eða að skrá folöld. Við hvetjum ræktendur til að skoða heimaréttina og sjá hvort allt er frágengið sem tilheyrir síðasta ári. Stóðhesteigendur eru minntir á að staðfesta fangskráningar sem hafa komið frá hryssueigendum í gegnum heimaréttina. Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu árið 2020.