Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Á vef ríkisskattstjóra má finna upplýsingar um hvernig sjálfstætt starfandi einstaklingar geta sótt um atvinnuleysisbætur vegna skerts starfshlutfalls: Minnkað starfshlufall og laun í sóttkví.
Þar er eyðublaðið RSK 5.02 í aðalhlutverki: Til launagreiðendaskrár/virðisaukaskattsskrár. Þetta eyðublað er útfyllt í samræmi við leiðbeiningar á vefnum og undirritað, síðan skannað og sent inn til ríkisskattstjóra á netfangið stofnskra@rsk.is.
Þegar gengið hefur verið frá þessu er næst farið á vef Vinnumálastofnunar: Upplýsingar vegna Covid-19. Þar skrá menn sig inn á rafrænum skilríkjum og ljúka umsóknarferlinu.
Þar er vakin sérstaklega athygli á því að sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að skila inn „yfirlýsingu vegna verktakavinnu“. Þetta eyðublað þarf að fylla út og undirrita, skanna og senda inn á netfangið postur@vmst.is, eða vista inn á „mínar síður“ þegar umsækjandi skráir sig inn sem „atvinnuleitandi“.
Rétt er að vekja athygli á því að sjálfstætt starfandi einstaklingar í blönduðum rekstri ferðaþjónustu og t.d. hefðbundins landbúnaðar geta þurft að reikna hlutfall reiknaðs endurgjalds sem tilheyrir ferðaþjónustu þegar þeir sækja um atvinnuleysisbætur. Hér geta komið til ýmis tilbrigði sem þarf að skoða með hverjum og einum.
Ferlið er í raun samhljóða fyrir fyrirtæki, svo sem einkahlutafélög og sameignarfélög. Starfsmenn sem fara þar í lækkað starfshlutfall þurfa að sækja um hver fyrir sig inn á vef Vinnumálastofnunar og vinnuveitandi (prókúruhafi félags) þarf síðan að skrá sig inn og staðfesta að viðkomandi launamenn séu nú í lækkuðu starfshlutfalli.
msj/okg