Uppfærðar verðskrár heyefnagreininga
11.08.2015
Nú hafa verið birtar hér á heimasíðunni uppfærðar verðskrár á heyefnagreiningum hjá Efnagreiningu ehf á Hvanneyri og BLGG í Hollandi. Þær er að finna undir Nytjaplöntur > Fóður og fóðrun > Verðskrár. Vegna hagstæðs gengis lækkar verð á heyefnagreiningum hjá BLGG frá því síðasta vetur. Þá er búið að opna nýja efnagreiningarstofu á Hvanneyri, Efnagreiningu ehf, en hún tekur við heysýnum til greiningar frá því um 20. ágúst nk.
Lesa meira