Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður upp á ráðgjöf varðandi framleiðslu og val á hentugu fóðri fyrir jórturdýr og hross. Breytilegt er milli búfjártegunda, aldurs búfjár og framleiðslu hvaða fóður hentar því. Gróffóður er misjafnt og af fóðurbæti og bætiefnum eru til margar ólíkar tegundir og gerðir. Boðið er upp á fóðuráætlanir fyrir mjólkurkýr unnar í Opti-for Island sem byggir á norræna fóðurmatskerfinu NorFor. Einnig eru í boði fóðuráætlanir fyrir nautgripi í uppeldi og vexti, sauðfé á mismunandi árstímum og hross á útigangi eða í brúkun. Starfsfólk RML tekur því fúslega að koma á fundi með hvers konar fræðsluerindi um fóður og fóðrun búfjár.
Starfsmenn eru:
Berglind Ósk Óðinsdóttir, ábyrgðarmaður, Akureyri, sími 516 5009, netfang: boo(hjá)rml.is
Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Blönduósi, sími 516 5067, netfang glh(hjá)rml.is
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, Selfoss, sími: 516 5029, netfang: jona(hjá)rml.is