Nokkur orð um heysýni

Nú eru bændur víða búnir með fyrri slátt og vilja senda hirðingasýni til efnagreiningar. RML tekur við hirðingasýnum frá bændum og sendir áfram til greiningarstofa. Tvær leiðir eru í boði; annars vegar að senda til BLGG í Hollandi eða til Efnagreiningar á Hvanneyri. Báðar stofurnar bjóða upp á 10 daga skilafrest niðurstaðna og svipaðar greiningalausnir. Verðskrá hjá Efnagreiningu er ekki enn tilbúin en þar verður hægt að senda til greiningar fljótlega upp úr miðjum ágústmánuði. Verðskrá BLGG er sem fyrr hér á RML.is undir Nytjaplöntur.

  • Heysýni sem bíða greiningar ber að frysta og geyma í lofttæmdum poka.
  • Gott er að miða við að stærð heysýna sé um það bil eins og venjulegur handbolti. Stærri sýni taka óþarfa pláss í geymslu og flutningi. Of smá sýni er erfitt að greina.
  • Séu heysýni send með mjólkurbíl er best að tilkynna það til RML svo sýnin liggi ekki dögum saman í mjólkurbúum eftir að einhver sæki og sendi í greiningu.

Séu tekin verkuð heysýni úr rúllum/böggum eða stæðum þurfa heyin að hafa verkast í 6-8 vikur áður en sýni er tekið. Starfsmenn RML verða á ferð og flugi í haust að taka verkuð sýni. Hægt er að panta heysýnatöku hér á heimasíðu RML eða með því að hafa samband við ráðunauta á nytjaplöntusviði. Skipulag heysýnatöku verður auglýst þegar nær dregur.

Sjá nánar:

Verðskrá BLGG fyrir heyefnagreiningar

jþr/gj