Fréttir

Sunnlenskir bændur ættu að panta heysýnatöku hið fyrsta

Nú eru bændur um allt land að byrja eða eru búnir með háarslátt. Fyrri sláttur hófst snemma þetta árið, en erfið heyskapartíð á Suður-, Vestur- og Norðvestur-hluta landsins gerði það að verkum að sláttur dróst, forþurrkun gekk illa og hluti heyjanna spratt úr sér.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu bænda á tjóni af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inni á Bændatorginu undir lið sem heitir Umsóknir. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið er á ábyrgð umhverfisráðuneytisins og mun Umhverfisstofnun leggja mat á tjón og vinna úr niðurstöðunum. Krafa er gerð um að spildur sem tjón hefur orðið á séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, og eru bændur þess vegna hvattir til að gera átak í þeim málum í samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Lesa meira

Að eiga sitt undir sól og regni

Nú er heyskapartíð hafin eða að hefjast á öllu landinu og uppskerutölur fara að berast. Vorið 2014 hefur skráð sig í sögubækurnar fyrir góða tíð, þau bregðast víst ekki árin sem enda á fjórum, segja þeir. Ólík er þessi vorkoma þeirri síðustu og má sjá það í veðurfarsgögnum. Hér fylgir tafla yfir hita- og úrkomumeðaltöl frá árinu 2000 fyrir þrjár veðurstöðvar Norðaustanlands.
Lesa meira

Norskir ráðunautar heimsóttu RML

Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast „Topp Team Fôring“. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks.
Lesa meira

Tryggjum gróffóðurgæðin!

Sláttur er nú að hefjast allvíða um land. Á næstu dögum og vikum er grunnur lagður að framleiðslu grasbítanna næsta vetur. Mikilvægt er að vanda sem kostur er til verka við gróffóðuröflunina og tryggja þannig fóðurgæðin. Í meðfylgjandi viðhengi er að finna 15 ábendingar um heyverkun sem væntanlega geta komið að gagni og er einnig gott að rifja upp.
Lesa meira

Betri ræktun - Auknar afurðir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kynnir SPROTANN sem er ráðgjafarpakki í jarðrækt. Hann inniheldur heildstæða ráðgjöf í jarðrækt, aðstoð við skráningu í jörð.is, viðhald og lagfæringu túnakorta, úttekt á ástandi ræktarlands, áburðaráætlun og ýmislegt fleira.
Lesa meira

Viltu framleiða bestu mjólk í heimi?

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður bændum pakkalausnir í fóðurráðgjöf mjólkurkúa á komandi vetri. Pakkarnir eru tveir með mismiklu umfangi. Stabbi er minni í sniðum en í honum felast fóðuráætlanagerð, heysýnatúlkun, vöktun á efnainnihaldi mjólkur og nyt sem og ein eftirfylgniheimsókn. Stæða er heldur stærri í sniðum og inniheldur alla þætti Stabba auk gróffóðursýnatöku, mats á holdafari og aðstöðu til fóðrunar, leiðbeininga um fóðurverkun og beitaráætlanagerð ef tími vinnst til. Innifalin í Stabba er vinna ráðunauts í 8 tíma en í Stæðu er reiknað með að ráðunautur vinni 18 tíma fyrir bóndann.
Lesa meira

Hvernig gróffóður framleiðir þú í sumar? Hvernig fóður notar þú næsta vetur?

Gróffóður er af mismunandi gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, hver sláttutíminn er o. fl. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira

Fræðslufundur um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk., síðasta vetrardag. Fundurinn hefst kl. 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri, nánar tiltekið í fundarsalnum Borg á 2. hæð til hægri í Ásgarði.
Lesa meira