Fréttir

Aðstoð við gerð áburðaráætlana 2025

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau, kaupa réttu tegundirnar, ekki meira en þarf en samt nóg til að spara sér ekki til skaða. Með því að stilla saman væntingar til magns uppskeru og heygæða er gott að taka tillit til ólíkra eiginleika túna innan búsins, ræktunarsögu þeirra og fyrirhugaðra nota svo hægt sé að ná markvissari nýtingu búfjáráburðar og vali á hentugri tegund tilbúins áburðar.
Lesa meira

Vilt þú vera með í Bændahópi?

RML bauð upp á nýtt form ráðgjafar í byrjun árs 2023 sem byggir á jafningjafræðslu þar sem ráðunautar stýra umræðu og halda utan um efnisrammann. Fyrirmyndin er sótt til Finnlands en þar hafa bændur náð góðum árangri og sumir hópar haldið saman í fjölda mörg ár. Mjög góður árangur hefur náðst til dæmis varðandi aukna og betri uppskeru og bætta nýtingu aðfanga. Erlendis er þetta form ráðgjafar nefnt Discussion groups og aðferðin er aðeins breytilegt milli landa sem skýrist að einhverju leiti af menningarmun og mismiklu utanumhaldi.
Lesa meira

Sóknarfæri og áskoranir vegna framleiðslu graspróteins á Íslandi - Skýrsla

Mikill áhugi hefur verið víða erlendis síðustu ár á framleiðslu próteins úr grasi. Sett hafa verið á fót stór rannsóknarverkefni, meðal annars í Danmörku, sem snúa að ýmsum þáttum próteinvinnslunnar sjálfrar sem og nýtingu þess sem fóðurs fyrir einmaga dýr.
Lesa meira

Hey- og jarðvegssýnataka 2024

Öfgarnar í veðrinu ættu að ekki að hafa farið fram hjá neinum í sumar, en þær hafa valdið áskorunum í gróffóðuröfluninni. Þurrkar voru til vandræða á Austurlandi framan af sumri á meðan var mikil vætutíð á Suður- og Vesturlandi, því voru þar ekki margir gluggar til að ná fyrri slætti í góðum þurrki. Töluvert kaltjón var á túnum á Norður- og Austurlandi og því stærri hluti heyforða nýræktir og/eða grænfóður til að ná viðunandi uppskeru. Allt þetta hefur áhrif á gæði og eðli gróffóðursins sem getur valdið miklum breytileika milli ára.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

NorFor og fóðuráætlanagerð á Íslandi

NorFor er samnorrænt fóðurmatskerfi fyrir nautgripi sem Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Ísland standa að baki. Samstarfið hófst árið 2002 en NorFor var síðan tekið í notkun árið 2006. Kerfið byggir á rannsóknargögnum frá Norðurlöndunum. Bændasamtök Íslands höfðu umsjón með hlut Íslands í samstarfinu en svo hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) gert frá því það tók við því hlutverki við stofnun hennar árið 2013. Í stjórn NorFor er einn fulltrúi frá hverju landi og sömuleiðis er hvert land með ábyrgðarmann fyrir rekstri, þróun og þjónustu notendaumhverfis hvers lands. Innan NorFor vinnur einnig faghópur þar sem fremstu vísindamenn Norðurlandanna í fóðurfræði nautgripa vinna saman að þróun kerfisins. Sömuleiðis er þróunarteymi sem sér um framkvæmdahluta þróunar kerfisins og innleiðingu á nýjungum.
Lesa meira

Mikilvægar forsendur í búskapnum: Hey- og jarðvegssýni

Heysýni: Nú er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum. Í þurrkatíð fara grösin að leggja megináherslu á að koma upp punti og því verður blaðvöxtur minni. Grösin „trénast“ fyrr og verður oftar en ekki hærra hlutfall af tréninu ómeltanlegt. Veðráttan hefur því mjög mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum. Öll okkar framleiðsla hvort sem það er mjólk eða kjöt byggir að megninu til á heyinu sem aflað er og því mikilvægt að vita hvaða fóðurgildi og steinefni við höfum í höndunum.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Hvað er gott að hafa í huga við val á íblöndunarefnum í votheysverkun?

Þegar verið er að hugsa um að nota íblöndunarefni þá þarf að spyrja sig hvað við viljum fá út úr íblöndunarefninu. Er einungis verið að leitast eftir góðri votheysverkun þar sem markmiðið er að bæta gerjun með því að lækka sýrustig hratt? Eða viljum við að heyið geymist lengur eftir að rúllan eða stæðan er opnuð aftur? Eða viljum við bæta fóðurgæðin, því íblöndunarefni geta einnig aukið lystugleika fóðurs, semsagt gert gott fóður betra.
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Í lok nóvember síðastliðinn voru á vegum RML haldnir fundir þar sem umræðuefnið var áburður og þættir tengdir honum. Voru fundirnir haldnir víða um landið og var fundarsókn ágæt. Rædd voru ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar.
Lesa meira