Betri ræktun - Auknar afurðir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kynnir SPROTANN sem er ráðgjafarpakki í jarðrækt. Hann inniheldur heildstæða ráðgjöf í jarðrækt, aðstoð við skráningu í jörð.is, viðhald og lagfæringu túnakorta, úttekt á ástandi ræktarlands, áburðaráætlun og ýmislegt fleira. 

Nú þegar sumir bændur eru að ljúka við að bera á síðustu túnin en aðrir að hefja slátt er upplagt að skrá áburðarnotkun vorsins í jarðræktarforritið jörð.is. Aðstoð við þá skráningu er innifalin í Sprotanum. Jafnframt er nú rétti tíminn til að huga að skipulagi heysýnatöku í sumar eða haust og íhuga þörf á jarðvegssýnatöku. Niðurstöður efnagreininga á heyi og jarðvegi eru mikilvæg hjálpartæki við bústjórn en sýnatakan þarf að vera vel skipulögð og markviss.

Nánari upplýsingar gefur Sigurður Jarlsson, netfang sj@rml.is, símar 516 5042 og 892 0631.

Hægt er sjá nánari upplýsingar um ráðgjafarpakkann sem og að panta ráðgjöf hér í gegnum heimasíðuna með því að smella á tengilinn hér að neðan. 

Sjá nánar

SPROTINN - jarðræktarráðgjöf