Bútækni og aðbúnaður fréttir

Fjósloftið: Hjarðstýring á mjaltaþjónabúum

Næsti fundur á Fjósloftinu verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.00. Umræðuefnið að þessu sinni verður hjarðstýring á mjaltaþjónabúum og fyrirlesari er Jóna Þorunn Ragnarsdóttir. Allir velkomnir og að sjálfsögðu vonumst við til að hitta sem flesta á fjóslofti veraldarvefsins.
Lesa meira

Fjósloftið: Fjarfundir fyrir kúabændur

Í ljósi aðstæðna hefur RML ákveðið að prófa fjarfundi fyrir kúabændur og verður fyrsti fundurinn á morgun, miðvikudag 15. apríl kl. 13:00. Notað verður fjarfundakerfið Microsoft Teams og ganga fundirnir undir heitinu Fjósloftið en þar vísað til þess að á fjósloftinu fara oft fram skemmtilegar umræður auk þess sem segja má að fundirnir verði í loftinu. Um er að ræða stutta fundi þar sem haldin verður 10-15 mínútna framsaga og fylgt eftir með 10-15 mínútna umræðum. Þetta er tilraun og verður framhaldið til skoðunar með hliðsjón af hvernig tekst til.
Lesa meira

Spildudagur í Skagafirði 16. ágúst

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur „Spildudag“ í Keldudal í Skagafirði föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00-15:00. Spildudagurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á. Ekki þarf að greiða þátttökugjald en tilkynna þarf þátttöku gegnum slóðina hér að neðan. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 14. ágúst.Sagt verður frá áburðar- og loftunartilraun sem gerð er í Keldudal í sumar og hún skoðuð. Fjallað verður um dreifingu á tilbúnum áburði, eiginleika hans, mat á dreifigæðum og þætti sem hafa áhrif á þau. Vangaveltur um áburðargildi kúamykju og hvernig skuli haga dreifingu hennar svo nýting hennar sé sem best.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur - umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2019. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars (29. mars er föstudagur fyrir þá sem kjósa aðstoð RML). Smellið á fyrirsögn fyrir nánari upplýsingar.
Lesa meira

Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.
Lesa meira

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Heia Norge - Fræðsluferð

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem eru ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda standa fyrir bændaferð í byrjun nóvember næstkomandi. Ekki er búið að ákveða dagskrána að fullu en gert er ráð fyrir að ferðinni verði heitið til Trøndelag og taki 2-3 daga. NLR í Trøndelag eru vanir að taka á móti hópum annarstaðar frá í Noregi og sýna fjölbreyttar lausnir í útihúsabyggingum og aðstæður í Trøndelag eru ekki svo frábrugðnar íslenskum aðstæðum.
Lesa meira

Samvinna RML og Norsk Landbruksrådgivning

NLR mun senda sérfræðing í húsnæði fyrir nautauppeldi og holdakýr til Íslands dagana 27.-30. nóvember og er ætlunin að ferðast með hann um landið eins og áhugi er til. Eru áhugasamir sem vilja koma á fræðslufund með honum vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á sigtryggur@rml.is. Engin binding felst í því að hafa samband.
Lesa meira