Sunnlenskir bændur athugið
02.03.2017
Ert þú að hugleiða breytingar eða nýbyggingar á næstu misserum og vilt fá hlutlausa ráðgjöf? Ráðunautur í bútækni og aðbúnaði verður á ferðinni á Suðurlandi dagana 6. og 7. mars til skrafs og ráðagerða. Ef áhugi er á að fá heimsókn er hægt að senda tölvupóst á rml@rml.is eða sigtryggur@rml.is. Haft verður samband við áhugasama og tímasetningar ákveðnar.
Lesa meira