Vinnufundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 16.-17. september var haldið svokallað NorFor Workshop en það er vinnufundur sem NorFor býður ráðunautum aðildarlandanna að sækja. Skipulagið er sett upp af NorFor og tengiliðum hvers lands sem sjá bæði um hagnýt og fagleg atriði skipulagsins. Fundurinn eða ráðstefnan er þannig byggð upp að fulltrúar NorFor greina frá nýjungum í kerfinu og þróun en einnig eru flutt fagleg erindi sem tengjast fóðrun og byggja á nýjustu rannsóknum. Heimsókn á bú þar sem nýtt er fóðurráðgjöf frá ráðunaut í viðkomandi landi er hluti af vinnufundinum, þá fá ráðunautarnir tækifæri til að sjá hvernig unnið er með viðkomandi bú og í kjölfarið komið með tillögur að því sem betur má fara, nýjar nálganir og hugmyndir. Í ár var vinnufundurinn haldinn í Svíþjóð, rétt norðan við Malmö. Berglind, Jóna, Lena og Gunnar R fóru á hann frá RML.

boo/okg