Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Íblöndunarefni hjálpa til við að tryggja rétta gerjun í gróffóðri og í sumum tilfellum eru þau nauðsynleg ef vel á að takast til með verkun á gróffóðrinu. Í mörgum tilfellum eru þau samt ónauðsynleg og bara til að auka kostnað við gróffóðurframleiðsluna.
Þegar við erum að verka gróffóður eru örverur úr umhverfinu að brjóta niður sykur í grasinu og mynda sýru. Þannig lækkar sýrustigið í gróffóðrinu þangað til allt niðurbrot stoppar og næringarefnin varðveitast yfir veturinn.
Ef við veljum að forþurrka og verka gróffóðrið með frekar hátt þurrkstig, 40% þurrefni og hærra á ekki að þurfa íblöndunarefni í fyrrislátt. Ef grasið er slegið áður en það hefur þroskast of mikið og vel er vandað til verka tekst verkunin vel án íblöndunarefna. Hinsvegar hafa aðstæður eins og óþurrkatíð veruleg áhrif á það hvort þetta geti heppnast vel.
Í óþurrkatíð þarf oft að slá aðeins seinna en við annars hefðum valið og grasið orðið aðeins meira sprottið/trénað en að var stefnt. Þegar það gerist verður erfiðara að þjappa því vel, hvort sem er í rúllur eða stæður og því meira loft í heyinu sem eru kjöraðstæður fyrir örverur sem valda óheppilegri gerjun (smjörsýru). Eins er gras sem hefur sprottið aðeins of mikið með óaðgengilegri sykur fyrir mjólkursýrugerjandi överur og því ná þær ekki að sýra gróffóðrið eins hratt og niðurstaðan verður því meira niðurbrot á næringarefnum og jafnvel smjörsýrugerjun sem gefur ólystugt fóður.
Annað sem sem vill gerast í óþurrkatíð er að við hirðingu sé laust vatn (regnvatn) í heyinu. Við þurfum kannski að drífa okkur af stað og nýta smá þurrk þegar blautt er á eða það kemur smá skúr áður en við náum heyinu í plast. Regnvatn í verkuninni hefur þau áhrif að smjörsýrugerjandi bakteríur ná sér frekar á strik og við sjáum meira niðurbrot á næringarefnum og smjörsýrugerjun sem hefur neikvæð áhrif á át á fóðrinu.
Mat á aðstæðum og val á íblöndunarefnum
Örverurnar sem eru til í íblöndunarefnum eru aðeins mismunandi og hafa ólíka eiginleika. Eins er það mismunandi eftir aðstæðum hvaða eiginleikum við erum að leita eftir hjá örverunum. Í grunninn eru þetta mjólkursýrugerjandi örverur en þær er hægt að flokka í einsleitar og fjölbreytilegar (homofermentative og heterofermentative).
Blöndur af einsleitum mjólkursýrugerjandi örverum hafa sýnt sig í rannsóknum að skila meiri gæðum í gróffóðrinu eftir verkun. Þær eiga að sýra fóðrið hratt og niðurbrot (orku og próteins) verður mjög lítið. En til þess að þær geti sinnt sínu vel og örugglega þarf gróffóðrið að vera gott, slegið með góða næringu, ekki of trénað og helst þarf þurrefnið að vera komið yfir 30% og það þarf að þjappast mjög vel. Þessar bakteríur ná ekki að vinna vel á óæskilegri gerjun sem verður í lofttöppum ef þjöppun er ekki fullnægjandi. Til viðbótar við þetta eru til rannsóknir sem sýna að með því að hafa svolítið af própionsýrugerjandi bakteríum með náist enn hraðar að stoppa óheppilegu gerjunina og varðveita þannig ennþá betur næringarefnin.
Fjölbreytilegu blöndurnar hafa hinsvegar aðeins víðara verksvið. Þær gera ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að tækla óæskilega gerjun í lofttöppum og ef fóðrið er ekki með nægjanlega mikið af aðgengilegri orku fyrir örverurnar, lítinn sykur og/eða mikið trénað. Í þessum kokteilum verður ekki bara mjólkursýrugerjun heldur einnig ediksýrugerjun sem hefur það hlutverk að stoppa þessa óæskilegu gerjun í lofttöppunum sem myndast ef ekki er þjappað nógu vel. Gerjunin sem verður þegar svona bakteríur eru notaðar við íblöndun gefur yfirleitt ekki eins mikil gæði á gróffóðrinu eftir verkun og ef mögulegt er að nota þessar einsleitu blöndur. En hún gefur auðvitað alltaf betri niðurstöðu en misheppnuð gerjun, hvort sem það er mislukkuð notkun á einsleitu örverunum eða með engri íblöndun.
Á markaðnum á Íslandi í dag eru nokkrar gerðir af íblöndunarefnum. Þau hafa mis mikinn þéttleika baktería, flest hafa þau ensím sem hjálpa til við að gera fóðrið aðgengilegra fyrir överurnar svo þær vinni hratt og vel. Það eru í boði íblöndunarefni með þessum einsleitu blöndum af mjólkursýrugerjandi bakteríum en líka þessar fjölbreytilegu blöndur sem henta sérstaklega vel í óþurrkatíð þegar við erum ekki alveg að verka fóðrið við þær aðstæður sem við helst myndum kjósa. Einnig eru til blöndur sem hafa bæði einsleitar og fjölbreytilegar saman og eiga þannig að hafa mjög vítt verksvið.
Það sem mestu máli skiptir er að:
Allar nánari upplýsingar um íblöndunarefni og ráð er hægt að fá hjá ráðunautum RML.
boo/okg