Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Bústólpi og RML hafa endurnýjað samkomulag sitt fjórða árið í röð um gerð fóðuráætlana í haust og ráðgjöf til bænda. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða áfram sínum tryggu fóðurkaupendum upp á fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð fóðuráætlunar. Viðskiptavinum býðst einnig að fá ráðgjafa RML í heimsókn eftir að fóðuráætlun hefur verið gerð.
“Með samvinnu RML og Bústólpa býðst bændum gott aðgengi að fóðurráðgjöf. Ráðunautar RML leggja metnað sinn í að finna bestu lausnina fyrir hvern bónda, miðað við gróffóður, aðstæður og markmið hjá hverjum og einum. Við fögnum þeim áhuga sem bændur hafa sýnt verkefninu og hlökkum til að fara inn í nýjan vetur í samstarfi við Bústólpa og með öllum þeim bændum sem vilja vera með” segir Berglind Ósk fóðurfræðingur hjá RML.
RML hefur byggt upp öflugt starf á sviði fóðurráðgjafar og hafa ráðunautar víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði og þá sérstaklega fóðurráðgjafar til kúabænda. Fóðuráætlanir eru unnar í Opti-Island sem byggir á norræna fóðurmatskerfið NorFor. Það veitir RML forskot í sérhæfðri og fyrsta flokks ráðgjöf til íslenskra bænda.
„Samstarf RML og Bústólpa hefur gengið mjög vel. Hjá RML starfa færir fóðurráðgjafar sem hafa byggt upp góð tengsl við viðskiptavini okkar í gegnum þetta samstarf. Við hjá Bústólpa leggjum okkur fram við að veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu. Við höfum séð á síðust árum á þátttöku viðskiptavina okkar í þessu verkefni að þeir er afar ánægðir með þessa þjónustu og ráðgjöfina frá RML“ segir Hanna Dögg Maronsdóttir sölu- og markaðsstjóri Bústólpa.
bóó/okg