Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Það er mikilvægt að láta efnagreina gróffóður því það er uppistaðan í fóðri grasbíta. Það er margt sem hefur áhrif á gæði gróffóðurs eins og áburðagjöf, veðurfar, sláttutími og grastegundir. Þetta er breytilegt á milli ára og það getur verið erfitt að meta næringargildi fóðursins án þess að láta efnagreina það. Með því að láta efnagreina heysýni veistu hvernig fóður þú ert að vinna með og þannig skipulagt fóðrunina eftir þörfum. Þannig getur þú vitað hvaða fóður er best að gefa á hverjum tíma og eftir atvikum hvað þarf að gefa með. Margir kaupa viðbótarfóður eins og bygg, fiskimjöl eða kjarnfóðurblöndur hvort sem er fyrir nautgripi, sauðfé eða hross, það er mögulegt að spara útgjöld og hámarka nýtingu gróffóðursins ef upplýsingar um allann fóðurforðann liggja fyrir, ekki bara viðbótarfóðrið.
Ráðunautar RML koma og taka sýni úr fóðri og koma því til efnagreiningar. Ráðunautar hafa upplýsingar um þá möguleika sem bjóðast í efnagreiningaþjónustu fyrir íslenska bændur. Ef pöntuð er heysýnataka hjá RML kemur ráðunautur sýnunum til efnagreiningar hvort heldur sem er til Efnagreiningar ehf á Íslandi eða BLGG í Hollandi, allt eftir því sem bóndi ákveður. Óski bændur eftir því að senda hirðingasýni til efnagreininga geta þeir haft samband við ráðunauta RML og fengið upplýsingar um verð og þjónustu sem er í boði og þannig tekið upplýsta ákvörðun um hvert sýnið fer.
Mögulegt er að fá túlkun niðurstaðna frá ráðunautum þegar niðurstöður liggja fyrir, eins geta ráðunautar veitt ráðgjöf um nýtingu fóðursins og þörfina fyrir viðbótarfóður, hvað hentar og hvers vegna. Eins eru ráðunautar að vinna fóðuráætlanir fyrir bændur sem miða að hagkvæmri fóðrun sem stuðlar að góðri framleiðslu, sniðna að þörfum hvers og eins.
Hafðu samband við ráðunaut og fáðu frekari upplýsingar.
Sjá nánar:
boo/okg