Viðvera á skrifstofu RML á Blönduósi

Vegna fæðingarorlofs starfsmanns er ekki föst viðvera á skrifstofu okkar á Blönduósi.
Skrifstofan verður þó opin á þriðjudögum kl 9-16 frá og með 28. júní.
Vegna sumarleyfa verður þó lokað þriðjudagana 19. og 26. júlí.

Varðandi skýrsluhald þá er hægt að skila gögnum í póstkassann en hann verður tæmdur á þeim dögum þegar viðvera er á skrifstofunni.
Einnig er hægt að skanna inn gögn og senda í tölvupósti á rml@rml.is eða senda þau með pósti á skrifstofu okkar á Akureyri:

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML)
Óseyri 2
603 Akureyri

Hægt er að nálgast örmerkjabækur á Blönduósi þegar skrifstofan er opin. Annars er best að hringja í 516-5000 og fá samband við starfsmann til að fá sendar bækur.

Upplýsingar um beina síma og netföng starfsmanna má finna á heimasíðu RML, www.rml.is


Með kveðju, starfsfólk RML

 

/hh