Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Veffræðsla Landssambands kúabænda hefur nú verið í gangi frá því í október 2012. Veffræðslan snýst um að koma fræðsluefni út til bænda með nýstárlegum hætti, á fyrirlestraformi heim til hvers og eins. Miðað er við stutta og hnitmiðaða fyrirlestra sem eingöngu eru aðgengilegir á vefnum, þ.e. notendurnir spila fyrirlestrana í tölvum sínum líkt og myndbönd.
Starfsmenn RML hafa að undanförnu miðlað efni í gegnum veffræðslu LK og eru þau nýjustu erindi Karvels L. Karvelssonar, framkvæmdastjóra, um fyrsta starfsár RML og erindi Guðmundar Jóhannessonar um ræktunarstarfið og nautin 2014.
Önnur erindi frá starfsmönnum RML í veffræðslu LK eru:
Mikilvægi góðrar fjármálastjórnunar - Runólfur Sigursveinsson
Kornræktin 2013 - Staða og þróun kornræktarinnar - Hagkvæmni og horfur 2014 - Ingvar Björnsson
Val á áburði og sáðvöru 2013 - Borgar Páll Bragason
Ræktunarstarfið og nautin 2013 - Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Nautgriparæktin 2012 í tölum - Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
Ótvíræðir kostir NorFor - Berglind Ósk Óðinsdóttir
Lækkun kostnaðar í mjólkurframleiðslunni - Runólfur Sigursveinsson
Geta verður þess að nokkur þessara erinda eru frá þeim tíma að viðkomandi starfsmenn voru í starfi hjá Bændasamtökunum eða búnaðarsamböndunum.
Umsjónarmaður veffræðslu LK er Snorri Sigurðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku.
Um er að ræða afar einfalda tækni sem gerir bændunum mögulegt að skrá sig inn á lokað svæði á vef LK (án endurgjalds) og horfa þar á upptökur af fyrirlestrum um valið efni, flutt af fagfólki innan viðkomandi fagsviðs sem um ræðir hverju sinni. Hver og einn stjórnar því hvenær hann horfir á upptöku og að sjálfsögðu getur viðkomandi horft aftur og aftur ef áhugi er fyrir því! Hins vegar er einungis hægt að senda fyrirspurnir til fyrirlesaranna í eina viku eftir að fyrirlestur birtist á vefnum og í kjölfar innsendra fyrirspurna (ef einhverjar eru) koma skrifleg viðbrögð við þeim.
Hægt er að fá aðgang að veffræðslunni með því að senda póst á netfangið skrifstofa(hjá)naut.is.
/gj