RML í 10 ár - Upptökur af fyrirlestrum

Á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember voru fluttir fjölmargir fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er snúa að landbúnaði í víðum skilningi. Fyrirlestrarnir voru fluttir bæði af starfsfólki RML og gestafyrirlesurum. Á næstu dögum verða birtar upptökur af fyrirlestrunum hér á heimasíðu RML og þeir verða kynntir nánar í hvert sinn.

Fyrirlestrarnir sem birtir eru í dag eru tveir (sjá tengla neðst á síðunni): 

Fyrirlestur Runólfs Sigursveinssonar ráðunauts RML sem fjallaði um mikilvægi rekstrarupplýsinga í landbúnaði. Í erindi Runólfs fjallar hann um það hvernig unnið er að almennri rekstrarráðgjöf í landbúnaði fyrir bændur af hálfu RML og einnig hvernig rekstrarupplýsingar úr einstökum búgreinum nýtast, bæði einstökum bændum í starfi, og eins fyrir viðkomandi búgrein í heild til að sjá betur hver þróunin er á hverjum tíma.

Fyrirlestur Eyþórs Einarssonar og Þórdísar Þórarinsdóttur ráðunauta RML sem fjallaði um byltingu í sauðfjárræktinni. Í erindinu fjalla þau Eyþór og Þórdís um þau straumhvörf sem eru að verða í baráttunni gegn riðu í íslensku sauðfé en í byrjun árs 2022 fundust í fyrsta sinn á Íslandi kindur með ARR-samsætuna á bænum Þernunesi við Reyðarfjörð, en ARR-samsætan er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi gegn riðu.

Runólfur Sigursveinsson 

Eyþór Einarsson 

Þórdís Þórarinsdóttir 

Sjá nánar: 
Mikilvægi rekstrarupplýsinga í landbúnaði - Runólfur Sigursveinsson ráðunautur hjá RML
Bylting í sauðfjárræktinni - Eyþór Einarsson og Þórdís Þórarinsdóttir ráðunautar hjá RML

/okg