Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf garðyrkjuráðunautar

Garðyrkjuráðunautur veitir alhliða og markvissa ráðgjöf í garðyrkju og ylrækt með það að markmiði að stuðla að aukinni framleiðni, hagkvæmni og eflingu þessarar mikilvægu greinar landbúnaðarins.

Ábyrgðarsvið:

  • Markviss fagráðgjöf og þróunarstarf fyrir framleiðendur í ylrækt og garðyrkju.
  • Uppbygging ráðgjafar á sviði garðyrkju. 
  • Þverfaglegt samstarf við ráðunauta á öðrum fagsviðum RML.
  • Hugmyndavinna, nýjungar og mat á viðskiptahugmyndum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í garðyrkju/búvísindum/líffræði og þekking í rekstrarfræðum.
  • Reynsla úr garðyrkju og þekking á starfsumhverfi greinarinnar.
  • Reynsla og þekking á ráðgjafarstörfum.
  • Metnaður, frumkvæði og leiðtogahæfileikar.
  • Samviskusemi, skipulögð vinnubrögð og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Áhugasömum er bent á að sækja um hér í gegnum heimasíðuna, ekki seinna en 15. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri RML í gegnum netfangið boo@rml.is.

RML áskilur sér rétt til að velja hvern sem er úr hópi umsækjenda eða hafna öllum umsóknum sem berast.

Umsókn um starf 

bpb/okg