Villa í lambabókum - Frjósemisyfirlit ánna

Í lambabókum sem prentaðar voru út í síðustu viku er að finna villu sem felst í því að talnarunan sem lýsir frjósemi ánna er yfir höfuð röng. Þetta lýsir sér m.a. í því að upplýsingar um gemlingsárið (um ærnar veturgamlar) eru vitlausar hjá öllum ánum. Búið er að laga þessa villu inn í Fjárvís.is og mun hún ekki birtast í þeim bókum sem prentaðar verða hér eftir. Tekið skal fram að villan hafði engin áhrif á kynbótamatsútreikninga fyrir frjósemi.

ee/okg