Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Reiknað hefur verið nýtt BLUP kynbótamat fyrir frjósemi og mjólkurlagni og hefur það verið uppfært inn í Fjárvís.is. Það er mjólkurlagnismatið sem er fyrst og fremst spennandi þar sem það uppfærist nú á grunni þeirra gagna sem liggja fyrir eftir skil á haustbókum. Frjósemismatið breytist minna því gerð var keyrsla á kynbótamatinu síðsumars þegar stór hluti af vorgögnum lá fyrir. Ekki var reiknað nýtt kynbótamat fyrir skrokkgæðin en það mat var uppfært í tengslum við vinnu vegna hrútaskrárinnar sl. haust þar sem þá var hægt að nálgast sláturgögn frá flestum búum þó skil haustbóka væri ekki lokið.
Breytingar hjá sæðingahrútum
Ef horft er til þeirra hrúta sem voru kynntir í hrútaskrá sl. haust þá er það Njörður 15-991 frá Gilsbakka sem er hástökkvarinn í nýju mati fyrir mjólkurlagni. Mat hans hækkar um 11 stig en dætur hans fara ákaflega vel af stað. Móri 13-982 frá Bæ heldur áfram að eflast sem ærfaðir en hans mat hækkar um 6 stig og stendur hann því í 119 stigum fyrri mjólkurlagni. Er hann nú með annað hæsta kynbótamat fyrir mjólkurlagni af öllum stöðvahrútum. Það er aðeins Lási 13-985 frá Leifsstöðum sem er hærri en hann og trónir á toppnum með 123 stig. Þá hækkar Baukur 15-818 frá Hrappsstöðum um 5 stig. Ebiti 13-971 frá Melum hækkar um 3 stig. Þeir Drjúgur 17-808, Búi 15-822 og Kollur 15-983 fara allir upp um 2 stig.
Ef litið er til þeirra sem lækka fyrir mjólkurlagni þá er það Blær 11-979 sem lækkar mest eða um 7 stig. Hann stóð sterkur fyrir og er því enn hár. Köggull 17-810 lækkar um 5 stig. Þeir Dreki 13-953, Mávur 15-990, Glámur 16-825, Fálki 17-821 og Amor 17-831 lækka allir um 4 stig. Þá lækka þeir um 3 stig; Reykur 14-812, Fannar 14-972, Durtur 16-994, Mjölnir 16-828 og Völlur 18-835. Þeir Gutti 13-984, Hólkur 15-823, Bliki 16-819 og Glæpon 17-809 lækka um 2 stig.
Varðandi BLUP fyrir frjósemi þá eru það aðeins tveir hrútar af þeim sem voru kynntir með kynbótamati í síðustu hrútaskrá sem breytast um 2 stig eða meira. Það er Mjölnir 16-828 frá Efri-Fitjum sem hækkar um 2 stig. Síðan er það Raxi 15-807 sem tekur stökk upp á við og hækkar frjósemismat hans um 6 stig. Nánar má skoða nýtt kynbótamat inn á Fjárvís.is.
Á grunni nýs kynbótamats hefst nú vinna við leit að nýjum gripum fyrir stöðvarnar. Síðan má minna á að á væntanlegum fagfundi sauðfjárræktarinnar þann 28. febrúar munu sæðingastöðvarnar veita sín árlegu verðlaun fyrir þá stöðvahrúta sem mest skara fram úr, en við val á þeim gripum er m.a. horft til kynbótamatsins.
ee/okg