Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
RML minnir sauðfjárbændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1253/2019, V. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 15. mars.
Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum.
Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna:
Fylgiskjöl sem skila þarf með nýrri umsókn eru:
Fjárfestingastuðningur fyrir hvern framleiðanda getur að hámarki numið 20% af stofnkostnaði ef heildarkostnaður fer yfir eina milljón króna.
Mögulegt er að fá fjárfestingastuðning vegna sömu framkvæmdar í þrjú ár samfellt og til þess að það gangi eftir verður að skila inn framhaldsumsókn.
Einnig er minnt á að búið er að opna fyrir umsóknir á afurd.is vegna fjárfestingastuðnings í nautgriparækt og er umsóknarfrestur þar til 31. mars n.k.
RML býður upp á aðstoð við umsóknir og er bændum bent á að hafa samband við skiptiborð í síma 516 5000 eða í gegnum netpóst rml@rml.is
/okg