Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesi til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem RML stendur fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember.
Í Sauðfjárskólanum eru haldnir sjö fræðslufundir sem dreifast á u.þ.b. eitt ár. Fundirnir verða haldnir á virkum dögum og standa frá kl. 13-17 hverju sinni. Fjöldi fundastaða á svæðinu fer eftir þátttökunni en vonast er til að hægt verði að halda Sauðfjárskólann á a.m.k. fjórum stöðum á þessu svæði næsta árið. Til þess að ná því markmiði vantar fleiri skráningar og sauðfjárbændur því hvattir til að skrá sig sem fyrst, veki þessu fræðslukostur áhuga.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is eða hringja í 516-5000. Eins má fá nánari upplýsingar hjá Árna B. Bragasyni í gegnum netfangið ab@rml.is eða í síma 515-5008.
Sjá nánar:
Bréf sem sent var á sauðfjárbændur
Á myndinni sem fylgir má sjá nemendur Sauðfjárskólans á Kirkjubæjarklaustri síðasta vetur.
abb/okg