Sauðfjárrækt - Kynbótamat fyrir mjólkurlagni hefur verið uppfært

Kynbótamat í sauðfjárræktinni hefur verið uppreiknað fyrir mjólkurlagni og fært inn í Fjárvís.is. Mjólkurlagnismatið breytist nokkuð þar sem það uppfærist nú m.t.t. afurðagagna síðasta árs. Ef horft er til sæðingastöðvahrútanna þá er það Dólgur 14-836 frá Víðikeri sem stendur efstur stöðvahrúta fyrir mjólkurlagni en hann hækkar um 1 stig í þessum útreikningum. Mestar hækkanir eru hjá þeim Sverði 18-854 frá Hesti, Viðari 17-844 frá Bergsstöðum og Satúrnusi 17-843 frá Sandfellshaga 2 en þeir hækka allir um 3 stig. Mesta fallið er hjá Kletti 16-851 frá Árbæ, Snar 18-846 frá Leifsstöðum og Fálka 17-821 frá Bassastöðum sem lækka allir um 5 stig. Allir þessir hrútar eru á fyrst og öðru ári á stöð og byggir matið því enn eingöngu á dætrum af heimabúum. Í töflu 1 er listi yfir hrúta sem voru á stöðvunum sl. haust og er þeim raðað eftir kynbótamati fyrir mjólkurlagni.

Tafla 1. Sæðingastöðvahrútar, raðað eftir kynbótamati fyrir mjólkurlagni.  Breyting á mjólkurlagnismati er sýnd í aftasta dálki.

Ef skoðaðir eru þeir hrútar sem hæstir standa í kynbótamati fyrir mjólkurlagni og eiga 10 dætur eða fleiri með reiknað afurðastig þá er það Hvísli 16-045 frá Gunnarsstöðum 1 sem stendur efstur yfir landið með 127 stig.  Hvísli er sonur Hrísla  10-045 sem er blendingur af hyrndu og kollótttu fé.  Móðurfaðir Hvísla er síðan Váli 10-907 frá Gunnarsstöðum sem reyndist einn af bestu alhliða hrútum sæðingastöðvanna á sínum tíma. Í töflu 2 er listi yfir 10 efstu hrúta landsins (að sæðingastöðvahrútum undanskildum) samkvæmt kynbótamati fyrir mjólkurlagni. 

Tafla 2.  Efstu hrútar landsins samkvæmt kynbótamati fyrir mjólkurlagni.

/okg