Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Vali sæðishrúta er lokið þetta árið. Alls verða 21 nýr hrútur á stöðvunum næsta vetur. Á næstu dögum munu nánari upplýsingar um dóma lamba í haust birtast hér á heimasíðunni sem endar svo með útgáfu hrútaskrárinnar um miðjan nóvember.
Meðfylgjandi eru nöfn og númer nýju sæðishrútanna ásamt uppruna þeirra og frá hvaða bæjum þeir eru keyptir inná stöð. Nánari upplýsingar um þá verður svo að finna í hrútaskránni.
Forysturhútur:
10-917 Ami frá Vestaralandi, Öxarfirði
Hyrndir hrútar:
10-918 Drumbur frá Bjarnastöðum, Öxarfirði. Keyptur frá Gilsbakka, Öxarfirði.
10-919 Höfðingi frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal.
10-920 Kölski frá Svínafelli (Víðihlíð), Öræfasveit.
11-921 Putti frá Álftavatni, Snæfellsnesi.
11-922 Tjaldur frá Sandfellshaga 2, Öxarfirði.
12-923 Danni frá Sveinungsvík, Þistilfirði.
12-924 Jóker frá Laxárdal, Þistilfirði.
12-925 Vörður frá Hriflu, Þingeyjarsveit.
13-926 Hvati frá Hesti, Borgarfirði.
13-927 Kjarni frá Brúnastöðum, Fljótum.
13-928 Lækur frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum.
Kollóttir hrútar:
09-929 Heydalur frá Heydalsá, Steingrímsfirði (Guðjóni Sigurgeirssyni). Keyptur frá Bassastöðum, Steingrímsfirði.
09-930 Hreinn frá Heydalsá, Steingrímsfirði (Ragnari og Sigríði). Keyptur frá Svertingsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit.
10-931 Radix frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi. Keyptur frá Möðruvöllum, Hörgárdal.
10-932 Safír frá Brjánslæk, Barðaströnd.
11-933 Faldur frá Bassastöðum, Steingrímsfirði. Keyptur frá Melum 1, Árneshreppi.
12-934 Hnallur frá Broddanesi 1, Kollafirði. Keyptur frá Melum 1, Árneshreppi.
12-935 Skafti frá Melum 1, Árneshreppi.
12-936 Sproti frá Melum 2, Árneshreppi. Keyptur frá Litlu-Ávík, Árneshreppi.
13-937 Þoku-Hreinn frá Heydalsá, Steingrímsfirði (Ragnari og Sigríði).
Á meðfylgjandi mynd eru Höfðingi frá Leiðólfsstöðum og Putti frá Álftavatni.
eib/okg