Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fyrirhuguð eru námskeið í Fjárvís á Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og á Húsavík.
Fyrsta námskeiðið verður haldið 22. febrúar í Heppuskóla - Grunnskóla Hornafjarðar frá kl. 13:00-17:00.
Annað námskeiðið verður haldið 23. febrúar á Egilsstöðum í húsnæði BsA/RML að Miðvangi 2-4 frá kl. 13:00-17:00. Ath. Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að koma með eigin tölvur.
Þriðja námskeiðið verður svo haldið 24. febrúar á Húsavík, fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 frá kl. 13:00-17:00. Ath. Þátttakendur á þessu námskeiði þurfa að koma með eigin tölvur.
Námskeiðin eru einkum ætluð sauðfjárbændum sem eru þátttakendur í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt og hafi einhverja reynslu í færslu skýrsluhalds. Farið verður í helstu aðgerðir sem FJARVIS.IS býður upp á fyrir skýrsluhaldara m.a. skráningarþætti, gripaleit og skýrslur.
eib/okg