Pantanir vegna sauðfjárskoðunar 2014

Þann 16. júní hófst mótttaka á pöntunum fyrir sauðfjárskoðun komandi hausts hjá RML. Eftirfarandi punktar eru til upplýsinga um fyrirkomulagið:

  • Hægt er panta skoðun hér í gegnum vefinn en á forsíðunni er hnappur sem vísar á þar til gerð eyðublöð. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum síma 516-5000. 
  • Pantanir sem berast fyrir 15. ágúst eru forgangspantanir. Reynt verður eftir fremsta megni að verða við óskum þeirra sem panta fyrir þennan tíma en með skýrum fyrirvara um að raunhæft sé að láta það ganga upp gagnvart skipulaginu. Við skipulagningu þarf að reyna að sameina tvö sjónarmið, annars vegar að geta komið sem best til móts við óskir bænda og hins vegar að framkvæmdin sé sem hagkvæmust og ferðakostnaður sem minnstur. Það er hagsmunamál bæði fyrir bændur og RML að hægt sé að halda niðri heildarkostnaði við verkefnið.
  • Í vikunni 18. til 22. ágúst verður gefin út dagskrá á vef RML sem byggir á þeim pöntunum sem komnar verða og þar með línur lagðar varðandi skipulagið, þ.e. á hvaða dögum ráðunautar verða á ferðinni á einstökum svæðum og hvar eru laus pláss. 
  • Lagt er upp með að skoðunartímabilið sé frá 1. september til 17. október. Þeir sem panta utan þess tíma gætu þurfa að greiða 50% álag ofan á tímagjaldið ef ekki næst að fylla á dagana á viðkomandi svæði.
  • Skoðunargjaldið er 5.000 kr á klukkustund á hvern ráðunaut/mælingamann auk þess sem innheimt er komugjald upp á 5.000 kr. fyrir hvern bæ/stað sem farið er á.
  • Bændur er hvattir til þess að panta tímanlega og láta skoða lömbin sem fyrst eftir að þau koma af fjalli.
Sjá nánar
 
 
ee/okg