Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Undanfarið höfum við hjá RML fengið til okkar allnokkrar fyrirspurnir varðandi gripi sem eru arfgerðagreindir, en fá ekki flagg, heldur tákn með hvítu spurningamerki á svörtum grunni á sama stað og flöggin ættu að birtast. Þetta þýðir að niðurstaða arfgerðargreiningarinnar stóðst ekki villuprófun. Langalgengasta ástæðan er sú að niðurstaða grips passar ekki við niðurstöður foreldra.
Almennt má búast við því að ætternisfærslur séu rangt skráðar í 5-6% tilfella. Þetta þekkja kúabændur á Íslandi vel eftir að erfðamengisúrval var tekið í notkun í nautgriparækt. Það er því viðbúið að hlutfall gripa sem ekki komast í gegnum villuprófun muni hækka á næstunni, en það er í dag ekki nema 0,5%.
En hvað er best að gera í þessum tilvikum þar sem gripirnir frá ekki flagg heldur spurningarmerki? Best er að byrja á að skoða ættartré og arfgerðargreiningu gripsins. Mælt er með því að taka aftur sýni úr gripum sem fá þessa niðurstöðu, en þó verður að meta hvern grip fyrir sig. Stundum getur villan t.a.m. legið hjá foreldri, en ekki afkvæmi.
Gripir geta einnig fengið spurningamerki í stað flaggs ef til eru tvær greiningar á gripnum, og þeim ber ekki saman. Í þeim tilvikum þarf að óvirkja sýnið sem er rangt greint, en ráðunautar RML geta aðstoðað við það.
Við hvetjum bændur til þess að hafa samband við RML vanti þá aðstoð við að skoða þessi tilfelli. Hægt er að senda tölvupóst á póstfangið dna@rml.is eða hringja í síma 5165000.
/okg