Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Heildarfjöldi sæðingaskammta sem sauðfjársæðingastöðvarnar sendu út á nýliðinni sæðingavertíð voru u.þ.b. 33.800 skammtar. Mest var sent út af sæði úr hrútnum Fróða 18-880 frá Bjargi í Miðfirði. Skammt á hæla honum kemur svo „ARR hrúturinn“ Gimsteinn 21-899 frá Þernunesi.
Í heildina eru þetta rétt um 1.000 færri skammtar en sendir voru út í desember 2021. Strik í reikninginn gerði veðurfar síðustu 4 dagana af sæðingavertíðinni en þeir dagar nýttust afar illa. Ef gert er ráð fyrir 70% nýtingu á sæðinu sem sent er út, þá má ætla að hlutfallslega sé notkunin meiri en síðustu ár, en sauðfé hefur vissulega fækkað talsvert á síðustu árum og áætla má samkvæmt bráðabirgðartölum frá MAST að sauðfé fækki milli ára um u.þ.b. 15 þúsund.
Rétt er að hvetja þá sem ekki hafa skráð sæðingarnar í Fjárvís að gera það. Mikilvægt að skrá þær inn undir liðnum „skrá sæðingu“ og þá munu þessar skráningar fara sjálfkrafa inn í fangskráninguna. Síðan þegar liggur fyrir hvaða ær hafa beitt upp, sem kemur allavega í ljós í vor, þá þarf að leiðrétta fangskráninguna.
Fróði 18-880 frá Bjargi (2.130) – S
Gimsteinn 21-899 frá Þernunesi (1.925) – V
Hnaus 20-890 frá Mýrum 2 (1.725) – V
Kraftur 19-883 frá Skarði (1.415) – S
Alli 19-885 frá Snartarstöðum (1.375) – V
Grettir 20-877 frá Ytri-Skógum (1.350) – V
Angi 18-882 frá Borgarfelli (1.215) – S
Askur 19-884 frá Kirkjubæjarklaustri II (1.065) – S
Gullmoli 22-902 frá Þernunesi (1.045) – S
Þór 21-896 frá Ytri-Skógum (1.035) – V
Þeir hrútar sem ákveðið var að fella, ýmist af heilsufarsástæðum eða til þess að rýma til fyrir nýjum hrútum eru eftirfarandi: Bikar 17-852, Breki 16-824, Börkur 17-842, Dalur 17-870, Fannar 20-894, Galli 20-875, Gimli 20-876, Glitnir 19-848, Hvísli 16-868, Jötunn 18-863, Kostur 19-849, Kurdo 20-878, Rammi 18-834, Sammi 16-841, Satúrnus 17-843, Suddi 17-872, Svartur 17-873, Tónn 18-855 og Þokki 17-853.
Í Bændablaðinu sem nú berst mönnum brátt (útg. 12. janúar) verður nánari umfjöllun um nýafstaðnar sauðfjársæðingar.
/hh