Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að koma upplýsingum um feldfé inn í Fjárvís. Upphaf ræktunar á feldeiginleikum í íslensku fé má rekja til áttunda áratugar síðustu aldar, en varð hvergi langlíf nema í Meðallandi. Áhugi á feldfjárrækt hefur þó farið vaxandi síðustu ár og hafa feldfjárhrútar verið í boði á sæðingastöðvunum samfleytt frá árinu 2014. Í Fjárvís hefur ekki verið haldið utan um þetta fé sérstaklega fyrr en nú, að því undanskildu að hægt hefur verið að skrá feldfjárdóma sem birtust í feldgæðayfirliti.
Nú birtist feldfjárhlutfall hjá öllum gripum neðst í gripaupplýsingunum, undir Yfirlit grips. Fyrir gripi sem ekki eru af feldfé komnir er sá reitur auður, eða með engum upplýsingum. Ef um feldfé er að ræða birtist þar feldfjárhlutfall. T.d. gripur undan Brúsa 18-881 og ær sem hefur engan skyldleika við feldfé myndi fá þarna hlutfallið 50%. Gripur undan Brúsa 18-881 og ær sem ætti Ljúf 16-817 fyrir föður fengi hlutfallið 75%.
Nú er hægt að sjá feldgæðadóma gripa í flipanum Feldgæði, sem birtist neðst undir Yfirlit grips, en áður var aðeins hægt að fletta dómunum upp í Feldgæðayfirliti. Þá er einnig hægt að fá upp yfirlit yfir allt feldfé búsins, en það er að finna undir Yfirlit – Feldfjár yfirlit.
/okg