Eru öll DNA sýni farin í greiningu? Af stöðu greininga og prentun haustbóka

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum hjá Íslenskri erfðagreiningu í vor og sumar. Frá 1. apríl hafa bændur sent inn um 49.000 sýni úr kindum (aðalega lömbum) til að fá greiningu á arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Þegar liggja fyrir niðurstöður fyrir um 29.000 sýni og því um 20.000 sýni sem nú eru í vinnslu.

Fyrir liggur að hægt verður að birta flögg fyrir mismunandi arfgerðir í haustbókunum sem prentaðar verða seinna í sumar. Það er því afar mikilvægt ef bændur lúra enn á sýnum og vilja fá niðurstöðurnar birtar við gripina í haustbókinni, að senda sýnin af stað í greiningu sem allra fyrst.

Nokkur atriði til að hafa í huga:

  • Prentun haustbóka hefst í lok júlí
  • Ef niðurstöður arfgerðagreininga eru komnar inn í fjárvs (flöggin komin á lömbin) munu flöggin einnig birtast í haustbókinni.
  • Ef búið er að skila haustbók, en DNA niðurstöður liggja ekki fyrir er hægt að óska eftir því að prentun haustbókarinnar verði seinkað til 20. ágúst.
  • Ef bændur vilja óska eftir því að beðið sé með að prenta haustbók þó vorbók hafi verið skilað, er hægt að fara inn í „stillingar“ í Fjárvís og þar er að finna flettiglugga. Breyta þarf þá stillingunni sem fylgir „fá senda haustbók“ úr „sjálfgefinni“ í „20. ágúst“.
  • Ef vorbókum er skilað eftir 15. ágúst er ekki hægt að ábyrgjast að bækur skili sér til bænda fyrir 1. september
  • Kynbótamat verður reiknað reglulega í tengslum við prentun bókanna fram til 20. ágúst og bækur ekki sendar í prentun fyrr en nýtt kynbótamat hefur verið reiknað. Ef gögn berast eftir 20. ágúst er ekki hægt að ábyrgjast að gögn búsins hafi verið tekin með í kynbótamatsútreikninga og því ekki öruggt að kynbótamatið sem birtist í haustbókinni sé uppfært

Eins og áður hefur komið fram er tekið við sýnum á tveimur starfsstöðum RML:

  • Bændur á Norður- og Vesturlandi senda á: RML, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes
  • Bændur á Suður- og Austurlandi senda á: RML, Höfðabakka 9, 4.hæð, 110 Reykjavík

Sé óskað eftir aðstoð varðandi skráningar eða niðurstöður er best að senda tölvupóst á netfangið dna@rml.is og verður erindum sem þangað berast svarað eins fljótt og auðið er.

/okg