Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Lambaskoðanir gengu í heildina vel í haust. Haustið var víða frábærlega gott sem gerði alla vinnu við fjárrag skemmtilega og stuðlaði að góðum vexti lamba. Vænleiki var víða með mesta móti og örugglega aldrei meira af glæsigripum sem til skoðunar komu. Þeim niðurstöðum verða gerð betri skil á næstu vikum, t.d. á kynningarfundum um sæðingastöðvahrúta, í Bændablaðinu og hér á vefnum.
Ef einhver hefur gleymt að skrá dóma inn í Fjárvís er rétt að gera það sem allra fyrst. Þeir sem ná að bera saman 5 veturgamlahrúta eða fleiri í afkvæmarannsókn eru hvattir til að ganga frá afkvæmarannsókninni sem fyrst og senda tilkynningu á ee@rml.is að hún sé frágengin. Greiddir verða styrkir upp á 2.000 kr. á hvern veturgamlan hrút af þróunarfé sauðfjársamningsins.
Athugið að frestur til að tilkynna afkvæmarannsóknir hefur verið framlengdur til 30. nóvember.
Nánar um framkvæmd afkvæmarannsókna:
ee/okg